26 ára ♡

Ég elska að eiga afmæli og hlakka alltaf jafn mikið til ! Ég er algjör meyja í mér og haustið er svo mikið minn tími, þegar rútínan fer að byrja og ég finn hvernig allt fer í rétt horf þá líður mér best. Afmælisdagurinn minn var á sunnudegi í ár og svo ég nýtti alla helgina í að fagna ! Við fengum pössun á laugardeginum og planið var að fara í Útrásina í Skemmtigarðinum en þegar við komum var allt útí býflugum inní herbergjunum svo við ákváðum að fara bara seinna í það.. En við vorum búin að bóka herbergi á Center Hotel Miðgarði og ákváðum að skella okkur bara í spa-ið þar ! Ótrúlega huggulegt hótel á mjög góðu verði sem ég get hiklaust mælt með.

Við buðum svo vinapörum með okkur í spa-ið og út að borða á Sushi Social sem er einn af mínum uppáhalds stöðum. Maturinn er alltaf uppá 10, frábær þjónusta og bestu kokteilarnir! við Gunni deilum alltaf réttunum til að geta smakkað sem mest 🙂

Kvöldið var alveg ótrúlega skemmtilegt og stelpurnar voru búnar að kaupa blöðrur, kórónu og lei á okkur allar !

Á sunnudaginn var svo afmælisdagurinn minn og við drifum okkur heim af hótelinu að hitta krakkana, þegar við komum var mamma búin að baka uppáhalds kökuna mína og krakkarnir hefðu skreytt allt heima fyrir afmæli mömmu sinnar💗

Yndisleg afmælishelgi í alla staða og ég er mjög spennt að sjá hvaða ævintýri nýtt aldursár hefur uppá að bjóða. Það eru miklar breytingar í vændum hjá mér svo ég get hreinlega ekki beðið ! 

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

Insta : anastasiaisey

Þér gæti einnig líkað við