15 Stefnumótahugmyndir

Ég setti saman smá lista af hugmyndum af allskonar stefnumótum. Listinn samanstendur af hugmyndum sem hægt er að gera saman heima og líka ef ykkur langar til að fara einhvert út saman. Stefnumót þurfa alls ekki að vera dýr og er hægt er að gera svo margt saman sem kostar ekki mikið. En það getur líka verið gaman að leyfa sér aðeins og fara fínt út að borða eða í leikhús. Ég held að allir ættu að geta fundið stefnumót við sitt hæfi í þessari færslu.

  1. Elda saman góðan mat. Finnið nýja og spennandi uppskrift sem þið hafi aldrei eldað áður og hjálpist að í rólegheitum. Eigið gott spjall á meðan þið eruð að undirbúa matinn. Fyrir þá sem eiga börn er sniðugt að gefa þeim að borða fyrst og koma í háttinn áður en stefnumótakvöldið hefst. Kveikið á kertum og eigið notalega stund saman.
  2. Fara í gegnum gamlar myndir. Ef þið eigið gömul myndaalbúm er gaman að setjast niður og skoða myndir saman. Það eru kannski ekki margir sem framkalla myndir eða prenta út lengur en þá er alveg eins hægt að skoða gamlar myndir í símanum eða tölvunni. Myndir frá því þið voruð að byrja að deita eða í gegnum árin sem þið hafið verið saman. Til að gera kvöldið enn meira rómantískt er hægt að kveikja á kertum, borða súkkulaði og hafa góðan drykk með.
  3. Pússla. Það getur verið gaman að setjast niður, með rólega tónlist og púsla saman. 
  4. Spila. Það er til svo mikið af skemmtilegum borðspilum sem 2 geta spilað. Bæði spil sem taka lengri tíma en svo er líka fullt af spilum sem taka stutta stund og er þá hægt að spila kannski 2 – 3 umferðir. Þarf ekkert endilega að vera allt kvöldið. Ég hef líka oft séð fólk með spilastokk með sér þegar það fer út að borða, aðallega í útlöndum, og er alveg eins hægt að grípa í hann heima. 
  5. Nudda hvort annað. Hver elskar ekki nudd? Það er hægt að eiga notalega stund saman og nudda hvort annað. 
  6. Karokí eða danskvöld heima. Youtube er stútfullt af allskonar myndböndum og er svo einfalt að finna þar lög með textum sem hægt er að syngja með. Það er líka til hellingur af dansmyndböndum sem kenna þér allskonar skemmtilega dansa. 
  7. Símalaust kvöld. Held að flest allir séu sekir um að láta símana trufla sig aðeins of oft. Gott að taka kvöld þar sem símarnir eru fjarlægðir, þótt þið séuð bara að horfa á mynd saman.
  8. Morgunmatur í rúmið. Oft einkennast morgnarnir af meira stressi en kvöldin. Frábær hugmynd að útbúa góðan morgunmat eða bröns og borða saman uppí rúmi. Þá þarf enginn að vakna fyrir allar aldir til að útbúa morgunmatinn og þið getið notið þess að borða saman uppí rúmi. 
  9. Hvað veistu um makann þinn? Það er hægt að finna fullt af spurningalistum á netinu. Pinterest er t.d. Með fullt af allskonar spurningarlistum. Hægt að nota leitarorð eins og “Questions for couples” og þá koma fullt af spurningalistum upp. Mjög einfalt að eiga notalega kvöldstund saman með rólegri tónlist og kertaljósi.
  10. Göngutúr. Ferskt loft gerir öllum gott. Göngutúr í góðu veðri getur verið mjög rómantískur.
  11. Rúntinn. Einhverjir fóru saman á rúntinn þegar þeir voru að byrja að deita. Um að gera að skella sér saman á rúntinn og rifja upp gamla tíma. Líka hægt að keyra saman einhvert sem þið hafið ekki farið áður og skoðað náttúruna. 
  12. Fara saman á kaffihús. Staldrið aðeins við í amstri dagsins og kíkið á næsta kaffihús eða bakarí. 
  13. Farið á nýjan veitingastað. Það getur verið gaman að prófa nýja staði og kannski smá skref út fyrir þægindaramman að fara ekki alltaf bara á sömu staðina. 
  14. Leikhús. Smá menningarlegt en yfirleitt mjög skemmtilegt!
  15. Bíó, keila eða minigolf. Kannski frekar hefðbundið stefnumót en þau eru yfirleitt mjög skemmtileg líka. Jafnvel hægt að fara á tvöfalt stefnumót með vinapari. 

Stefnumót þurfa alls ekki að vera flókin eða einhver kvöð. Gefið ykkur tíma til að eiga notalega stund saman og rækta þannig sambandið ykkar. Það getur verið gott að ákveða fyrir fram hversu oft í mánuði þið ætlið að eiga stefnumót saman og jafnvel skiptast á að skipuleggja þau og koma þá hinum aðilanum í sambandi á óvart hvað þið eruð að fara að gera saman. 

Vona að einhverjir geti nýtt sér þessar hugmyndir

Þér gæti einnig líkað við