Yoyo ferðakerran

Síðasta sumar fórum við að skoða ferðakerrur og fannst okkur lykilatriði að hún kæmist í handfarangur og að hún myndi endast sem lengst. Þegar við verðum hætt að nota vagninn fyrir Höð þá vildum geta tekið kerru með þegar við erum að ferðast og fari lítið fyrir henni.

Það var ein önnur kerra sem uppfyllti þessi skilyrði en hún var uppseld og ég fann ekki mikið um hana á netinu þannig ég skoðaði hana ekkert nánar og hreinlega man ekki hvaða merki það var. Síðan haustið eftir þá komu fleiri kerrur út sem uppfylla þessa staðala hjá hinu ýmsu merkjum. 

Eins og ég nefndi hér að ofan þá vildum við að kerran kæmist í handfarangur og myndi endast sem lengst og þolir YoYo kerran allt að 22kg.

Það sem við elskum við þessa kerru:

  • Hún er mjög smooth í keyrslu, sem er einstaklega þæginlegt ef maður þarf að svæfa inni.
  • Auðvelt að setja saman og taka í sundur en nafnið YoYo kemur einmitt út frá því hvernig þú “kastar” henni út til að taka hana í sundur, líkt og maður gerir með yoyo.
  • Finnst gott að vera í henni.
  •  Sefur vel í kerrunni.
  • Hægt að fá allskonar aukahluti fyrir hana.

Það sem ég er ekki eins hrifin af:

  • Ég þarf að passa að dekkin snúi rétt þegar ég pakka henni saman, þó þau séu yfirleitt ekki fyrir.
  • Skyggnið er ekki eins stórt og ég myndi vilja hafa það.

Gat ekki bara komið með jákvætt um kerruna eða hvað? Við erum mjög ánægð með þessa kerru og finnst mjög gott að labba með hana. Kerran er létt og auðvelt að ferðast með hana. Eina sem ég veit að skipti suma máli en hefur engin áhrif hjá okkur er að sætisbakið leggst ekki alveg niður. Það leggst samt mjög langt niður og okkar manni líður bara mjög vel í lúrunum sínum í kerrunni. 

Við keyptum líka 0-6 mánaða stykkið og það var mjög þæginlegt eins og að vera með mini vagn með sér.
Einnig eigum við sólhlífina og leg rest aukahlutina. Síðan eigum við glasahaldara frá Bugaboo sem hægt er að festa á mjög þæginlegt. Það er strapp á kerrunni sem maður setur á öxlina, sem er mjög þæginlegt.  Mig langar þó í töskuna sem er bakpoki þannig maður geti sett kerruna á bakið. Það fylgir samt poki til að setja yfir kerruna. Ég hugsaði að það væri þæginlegt að hafa bakpokan þar sem okkur datt alveg í hug að labba upp á fjall til að skoða kastala.

Aukahlutir fyrir yoyoinn:
     – 0-6 mánaða stykkið, mjög þæginlegt þegar maður er að ferðast með svona pínu lítið barn.
     – Legrest, notum mjög mikið núna og þá getur barnið haft það eins meira kósý.
     – Sólhlíf, mjög þæginlegt erlendis til þess að fá enn meiri skugga. Við settum samt létt teppi á aðra hliðin á til
        þess að búa til enn betri skugga en þá var alveg opið alla hina hliðina svo barnið fær nóg súrefni. 
        Svo mikilvægt að loka ekki fyrir súrefnið fyrir þau. 
     – Cupholder, persónulega nota ég hann aldrei á Íslandi en þegar Höður var lítill þá varð hann brjálaður ef hann
        vaknaði í vagninum svo ég þorði ekki að fara með hann langt, því hann vildi bara fara strax í fangið þegar
        hann vaknaði. Enn þegar við erum erlendis finnst mér mjög gott að geta verið með vatn með okkur hvert sem
        við förum.
     – Regnplast, við höfum ekki mikið þurft regnplast en þarf að kaupa það sér. Við höfum bara notað það sem við
        eigum fyrir Bugaboo fox, væri samt alveg næs að eiga kannski við kaupum það kemur í ljós.
     – Bakpoki, er eini aukahluturinn sem við eigum ekki og mig langar í. Bakpokinn er til að setja kerruna í og
        myndi vilja hann svona aðallega þegar við erum að ferðast viljum hafa vagninn en erum kannski með Höð í
        burðapokanum. Alls ekki möst en væri alveg næs. 

Hérna er hægt að kaupa kerruna, linkur hér.
Hérna er linkur á 0-6 mánaða, linkur hér

 

Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍

Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Instagram
Tiktok
Youtube

Tengdar færslur: 
Ferðast með barn undir eins árs

Þér gæti einnig líkað við