Ég er með þvílíkt tösku blæti og fjárfesti frekar í aðeins dýrari og fínni töskur sem endast í mörg, mörg ár, heldur en að þurfa að endurnýja reglulega. Útlitið á vintage Louis Vuitton og Gucci heillar mig mjög mikið og er ég búin að eyða mjög miklum tíma á Ebay og Etsy að skoða töskur þar.
En svo koma alveg gersemar reglulega í Kringlu Bazaar, Trendport og Extraloppunni. Ég fann einmitt þessa vintage Gucci tösku í Bazaarnum og heillaðist svo af henni.
Ótrúlega klassísk og falleg, með hólfi að framan og innan í einnig.
Kem öllu því helsta ofan í hana, svo sem:
- Personal Planner dagbókinni
- Síma
- Veski
- Sólgleraugu
- Snyrtidóti
- Og fl.
En ef þið ætlið að versla af Ebay eða Etsy þá þarf að skoða vel og vandlega seljandann. Það er mikið af eftirlíkingum í umferð og því þarf að skoða öll reviews vel.
Einnig er hægt að renna yfir þessa síðu HÉR til að athuga hvort taskan sem þið keyptuð sé ekki alveg örugglega ekta.

Jakki: Stradivarius
Klútur: Malene Birger
Taska: Vintage Gucci
Skór: Vagabond
Inga ♡