Erna Kristín, sem kallar sig Ernuland á samfélagsmiðlum er ein sú áhrifamesta í self-love og body positivity byltingunni á Íslandi um þessar mundir. Hún gaf út bókina „Fullkomlega ófullkomin“ í fyrra og fjallar um þessi málefni sem eru Ernu afar mikilvæg og hjartnæm. Erna er 28.ára, búsett í Hveragerði ásamt manni sínum, syni og hundi. Hún er hönnuður og guðfræðingur ásamt því að vera áhrifavaldur. Instagrammið hennar ERNULAND er fullt af body positvity myndum, ámmingum og umfjöllunum og mæli ég heilshugar með því að fylgja henni þar.
Ég hef fylgst með Ernu lengi, löngu áður en hún byrjaði að fjalla um þessi málefni og er gífurlega gaman að vera búin að fylgjast með öllu þessu ferli hjá henni frá byrjun. Sjálf hafði ég glímt við átraskanir og slæmar hugsanir varðandi útlit mitt í langan tíma og hafa umfjallanir um self love og body positivity hjálpað mér við að komast á þann stað sem ég er í dag.
Ég hafði samband við Ernu og spurði hvort ég mætti taka við hana lítið viðtal fyrir bloggið um self love byltinguna og hvernig það kom til að hún fór að fjalla um þessi mál. Erna var til í þetta og er ég henni þakklát fyrir það. Mér finnst þetta málefni mjög áhugavert og nauðsynlegt, ég vil að þetta sé sem víðast og að sem flestir tileinki sér þetta hugarfar og fannst mér því tilvalið að fá self-love drottninguna sjálfa til að fræða okkur hin.
1. Hvað varð til þess að þú byrjaðir að fjalla um self-love?
Ég í raun fékk nóg af sjálfri mér. Ég hef glímt við neikvæða líkamsímynd frá því ég man eftir mér og var með búlimíu á unglingsárunum. Sumarið 2018 fékk ég mitt fyrsta ofsakvíðakast sökum neikvæðrar líkamsímyndar og ákvað þá að snúa blaðinu við af alvöru. Ég bara hreinlega gat þetta ekki lengur.
2. Fannst þér erfitt að byrja að deila myndum af þér fáklæddri án þess að ritskoða þær fyrst?
Það var mjög erfitt. En ég vissi að til þess að taka næstu skref þyrfti ég að hætta í þessum feluleik. Ég ýtti mér út fyrir þægindaramman en fór þó aldrei fram úr mér. Hvert skref gildir og þægindaramminn er alltaf að stækka. Í dag er þetta ekkert mál, en allskonar annað sem er fyrir utan þægindarammann minn er ennþá eitthvað sem ég er að vinna að, ekkert gerist over night og það er mikilvægt að treysta ferlinu.
3. Færðu eitthvað hate fyrir það sem þú ert að gera?
Voðalega lítið. Ég er auðvitað í mikilli forrèttindastöðu, því ég er bæði hvít og grönn og fyrir það fæ ég mikinn meðbyr undir umræðuna. Það er mikilvægt að ýta undir umræðuna hjá öllum, ekki aðeins þeim sem passa inn í kassann. Þess vegna hvet ég mína fylgjendur stöðugt að kynna sèr líkamsvirðingu almennilega og fljótt lærir maður að líkamsvirðing er fyrir alla, óháð stærð, lit, heilbrigði, uppruna og kyni.
4. Hvað myndiru segja að sé fyrsta skrefið til að byrja á sinni self love vegferð?
Það þarf að muna að þetta er langhlaup. Þetta er endalaus vinna og maður þarf að hugsa frá byrjun að þetta verði hluti af lífi manns. Það er ekkert lokamark.
5. Hvaða ráð myndiru gefa þeim sem eru að díla við slæma sjálfsmynd vegna útlits?
Við þurfum að skoða alla líkama. Það er mikilvægt að skilja að það er hægt að endurforrita sjálfan sig til að skilja að það eru ekki allir líkamar eins. Hætta að elta einhverja ákveðna ímynd af líkama. Líkami er ekki bara eitthvað eitt form, það er svo gott og mikilvægt að skoða reglulega ólíka líkama til að endurforrita okkur.
6. Hvað er gert í Self love ferðunum sem þú hefur verið með?
Í self love ferðinni þá vorum við mjög mikið bara að gefa okkur rými til að elska okkur sjálfar hér og nú. Vorum mjög mikið að njóta, vera saman og í raun taka samtöl. Vorum mikið að spjalla, það var markþjálfun og ég var með námskeið í jákvæðri líkamsímynd. Við deildum trixum með hvor annarri til að gera verkfæratöskuna þyngri, til að hafa fleiri verkfæri til að tækla daglegt líf. Við vorum mikið að njóta þess bara að vera í öruggu umhverji, að geta verið maður sjálfur án þess að vera óöruggur, sem var mjög nice og þarft.
Mig langar að þakka Ernu fyrir að taka sér tíma til að svara spurningunum frá mér og einnig hvet ég ykkur til að fylgjast með henni á instagram ERNULAND til þess að kynna ykkur betur málefnið.