Nú er veturinn liðinn og því er um að gera að rifja upp þær minningar sem standa upp úr á síðustu mánuðunum. Í raun mætti segja að síðasti vetur sé búið að vera annasamt. En á þessum tíma erum við búin að fara í framkvæmdir, flytja, tvær utanlandsferðir, gifta okkur, fara í skíðaferð norður og njóta samverunnar í covid ástandinu sem skall á samfélagið í mars.
Eins og svo margir þá hef ég tekið heilan helling af myndum í öllum þessum ævintýrum og valdi ég 10 myndir sem standa upp úr hér að neðan. En veturinn er mín uppáhalds árstíð.
Eins og sést þá náðum við nokkrum góðum dögum á svigskíðum og gönguskíðum, nutum þess að fara í vikulegu útivistina á sunnudögum og sú heppni að hafa náð að gifta okkur áður en að covid skall harkalega á okkur öll, það mun aldrei gleymast enda ómetanlegt hvað við gátum fengið marga ástvini til þess að gleðjast með okkur þennan dag.
Ég tek fagnandi á móti sumrinu og allra þeirra ævintýra sem munu koma!
Þar til næst ?
-Sandra Birna
Þið finnið mig á instagram undir sandrabirna