Verslað á netinu – Just Strong

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég deildi því með ykkur um daginn að ég væri með afsláttarkóða af öllu í netverslun Just strong, sem selur æfinga- og íþróttaföt á mjög góðu verði, og er sá kóði ennþá í gildi (sjá neðst í færslunni). Ég er búin að versla hjá þeim núna tvisvar sinnum og er búin að velja mér nokkrar fleiri vörur frá þeim sem ég ætla að panta mjög fljótlega. Just strong er líka að koma með á markaðinn pre-workout og BCAA drykki, svo mig langar líka til að smakka það, þess vegna er ég að bíða með að panta þangað til það er komið í netverslunina. Ég elska að prófa ný pre workout, enda kaupi ég nánast aldrei það sama aftur og aftur.

Það sem ég verslaði mér í þetta skiptið voru 3 æfingabolir. Mér finnst mjög erfitt að finna góða æfingaboli sem eru með rétta sniðið. Ég gæti ekki einu sinni talið hversu oft ég hef keypt boli en svo endað á að skila þeim eða aldrei notað af því að ég fílaði ekki sniðið. Ég vil hafa æfingabolina mína svona flowy, þannig að þeir séu víðir, en samt ekki víðir um mittið og svo þröngir um mjaðmirnar eins og mér finnst of algengt og gerist oft með svona beinvíða boli. Ég vil helst æfa í hlýrabolum og hafa þá aðeins opna í bakið og með mjórri hlýrum, mér finnst það snið bara fara mér best. Ég er ekki mikið fyrir að hafa stór op til hliðanna þannig að allur íþróttatoppurinn sjáist. Þannig að, eins og sést á þessum lýsingum, þá hef ég mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig bolum ég vil æfa í. Ég keypti í fyrstu pöntuninni minni hjá Just Strong (sem ég skrifaði um HÉR) t.d. einn æfingabol til að prufa og hann var PERFECT. Nákvæmlega eins og ég vil hafa þá, nema hann var heldur stór á mig (samt ekki það stór að ég nota hann alveg, en ég sá að hann gæti verið minni). En ég keypti hann í medium eins og ég geri oftast með æfingaboli, til að hafa þá örlítið víða.

Þannig að í þessari pöntun þá pantaði ég mér alveg eins bol, nema HVÍTAN og í Small. Einnig pantaði ég mér annan SVARTAN hlýrabol sem er mjög líkur hinum, nema aðeins öðruvísi í bakið. Að auki pantaði ég mér svo STUTTERMABOL sem er hægt að taka saman í mittið.

En ég elska efnið í þessum bolum og er núna búin að prófa að æfa í þeim öllum og get því gefið þeim mjög góð meðmæli. Mér finnst líka frábært hvað það er allt á góðu verði hjá þeim, og ekki leiðinlegt að geta gefið ykkur afsláttarkóða líka. Kóðinn gefur ykkur 10% afslátt, og hér er hann:

Þér gæti einnig líkað við