Veitingar fyrir saumaklúbb

Í gærkvöldi var ég með saumaklúbb þar sem nokkrar vinkonur mínar komu í heimsókn og áttum við notalega stund saman. Ég var með smá veitingar sem mig langar til að deila með ykkur.
Ég bauð uppá ostasalat og kex, heitan brauðrétt, marensbombu, snakk og nammi.

Ostasalatið var ekki eftir neinni uppskrift en ég set alltaf bara svona dass af hinu og þessu í salatið. Í þetta skiptið var ég með:
1x Mexico ost
1x Hvítlauksost
1/2 rauð paprika
15 – 20 græn vínber
Púrrlauk eftir smekk
2 msk Sýrður rjómi
2 msk Gunnars majónes
Allt skorið niður frekar smátt og blandað saman. Smakkað til og bættið við vínberjum, lauk, papriku eða sósu eftir smekk.

Heiti brauðrétturinn er mjög einfaldur en samt svo góður!
1x Brauð
1x Skinkubréf
1x Pepperoni bréf
1x Laukur
1x Rauð paprika
1/2 Box sveppir
1x Mexico óstur
1x Box paprikusmurostur
1x Kjúklingateningur
0,5L matreiðslurjómi
Ostur til að dreifa yfir

  • Kveikja á ofninum og stilla hann 190° og blástur
  • Skorpan tekin af brauðinu
  • Britja niður skinku, pepperoni, lauk, papriku og sveppi í bita. Mér finnst gott að hafa þá ekkert alltof stóra. Steikja létt  í potti sem hægt er að blanda öllu saman í.
  • Mexico ostur rifinn niður
  • Bæta matreiðslurjómanum og kjúklingateningnum út í og hræra aðeins.
  • Bæta mexico ostinum og paprikusmurostinum út í pottinn og láta ostinn bráðna.
  • Brauðinu bætt út í pottinn og hrært vel saman þar til allt brauðið er orðið í sósu.
  • Blandan úr pottinum er sett í eldfast mót og stráð osti yfir.
  • Inn í heitan ofninn og látið ostinn verða gullin brúnan. Tekur sirka 20 – 30 mín

Síðan var marensbomban! Mig langaði að vera með eitthvað sætt líka með þessu annað en bara nammi svo ég fann þessa uppskrift á netinu.
Virkilega góð og má nálgast uppskriftina hérÉg gat ekki keypt sömu lakkrískúlur og eru í uppskriftinni svo ég notaði bara nokkrar bingó kúlur og var það mjög gott. Ég hafði reyndar marensbotninn töluvert lengur inn í ofninum því mér fannst hann ekki vera orðinn nógu mikið bakaður eftir tímann sem gefinn er upp í uppskriftinni. Ég bætti við 40 mínútur við baksturstímann en lækkaði hitann í 130° og fannst mér hann vera fullkominn þannig. Baksturstíminn fer þó kannski aðeins eftir ofnum.

Takk fyrir að lesa!

Þér gæti einnig líkað við