Graflax – Vegan útgáfa

Graflax ofan á ristað brauð með graflaxsósu hefur verið ákveðin hefð hjá mörgum yfir jólin. Ég rann yfir nokkrar mismunandi uppskriftir af vegan graflaxi, blandaði sumum saman og smakkaði mig til.

Vegan útgáfa af graflaxi en hentar einnig vel fyrir óléttar konur sem eiga erfitt með að sleppa þessari jólahefð. Það kom mér virkilega á óvart hversu líkt graflaxi þessi uppskrift er og hversu vel þetta heppnaðist. Og kosturinn við þessa uppskrift er að hún er alveg laus við lýsisbragðið sem sumir finna af graflax.

Ég notaði poka af miðlungsstórum gulrótum sem er 500 grömm. En ég mæli frekar með að kaupa stórar gulrætur, verður aðeins fallegra.

Marineringin:

 • 2 dl olía
 • 4 msk liquid smoke
 • 2 msk graflaxblöndukrydd
 • 2 msk sojasósa
 • 1 msk eplaedik
 • 2 msk
 • sjávarsalt
 • svartur pipar

Smakkið síðan til. Hún má alveg vera frekar bragðsterk en ef ykkur finnst hún of sterk, þá bætið þið við meira af hunangi.

Aðferð:

 • Flysjið gulræturnar, fínt að nota ostaskerara til þess.
 • Gufusjóða þær í 10 mín og á meðan er maríneringin gerð.
 • Þegar gulræturnar eru búnar að sjóða þá eru þær settar í eldfast mót og maríneringin yfir. Fínt að leyfa gulrótunum að liggja aðeins í maríneringunni áður en þær eru settar inn í ofn.
 • Inn í ofn á 180° í 30 mín, hrærir aðeins í þeim þegar tíminn er hálfnaður.

Einnig eru einhverjar graflaxsósur vegan.

Njótið 

 

Þér gæti einnig líkað við