Varalitur

Mig langar að deila með ykkur þeim varalitum sem ég er búin að vera nota hvað mest síðustu mánuði. Ég blanda oft tveimur litum saman, en síðustu mánuði hafa það verið Lovecraft frá Kat Von D og Cabo frá NYX.

Lovecraft notaði ég á brúðkaupsdaginn minn og var ég mjög ánægð með það val.

Liturinn vinstra meginn er Lovecraft og hægra megin er Cabo. Þeir eru báðir liquid lipstick.

Ég set alltaf vara primer á varirnar áður en ég varalita mig og nota ég alltaf primerinn frá MAC.

Hér er ég með Lovecraft (brúðkaups varalitinn). Þetta er einn besti liquid lipstick sem ég hef prófað, maður finnur ekki fyrir honum á vörunum og hann helst rosalega vel á. Ég keypti hann í Sephora.

Hér er ég búin að setja Cabo frá NYX yfir hinn. Þetta combo er ekta minn litur! NYX fæst til dæmis í Hagkaup. Uppáhalds glossinn minn er einnig frá NYX en hann heitir Créme Brulee.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við