Vara mánaðarins í mars

Þá er mars mánuður búinn og kominn tími á að kynna ykkur fyrir vöru mánaðarins. Ég hef lengi verið hrifin af snúningsdiskum sem kallast lazy susan. Vöruna er hægt að fá með og án hólfa og gerir hún kraftaverk fyrir skipulagið á heimilinu. Allt verður svo aðgengilegt og mikið notagildi sem fylgir.

Hvort sem þú vilt skipuleggja eldhúsið, skápana eða snyrtidótið þá er þetta tær snilld.

 

Lazy susan fæst í nokkrum stærðum og mæli ég mikið með að kíkja inná heimasíðuna hjá Container Store og skoða úrvalið 😊

Hef þetta ekki lengra í dag 💕

 

Eigið yndislega páska 🐰

 

 

Þér gæti einnig líkað við