Vara combo

Mig langar að deila með ykkur varalitnum og varablýantinum sem ég er búin að vera nota mjög mikið síðustu vikur. Ég keypti þetta í Sephora hérna í Barcelona þegar við fluttum út. Vörurnar eru frá merkinu Make Up For Ever. Varaliturinn heitir Artist Rouge Creme í litnum C105 (Grege Beige). Varablýanturinn heitir Artist Color Pencil í litnum 606 (Wherever Walnut).

Ég nota alltaf vara-primer áður en ég læt á mig varalit, alltaf. Þessi primer frá MAC er búinn að vera í uppáhaldi í mörg ár! Gott er að láta hann aðeins út fyrir brúnirnar á vörunum og bíða í ca. 30 sekúndur áður en hinar vörurnar eru settar á.

Ég byrja svo á varablýantinum. Ég ramma varirnar vel inn og skyggi út frá munnvikunum. Kemur falleg dýpt á varirnar með þessum hætti.

Síðan er bara að skella varalitnum á. Til að skilin séu sem fallegust er gott að nota varalitabursta til að blanda.

Ég er búin að vera færa mig hægt og rólega yfir í varaliti frá liquid lipsticks. Þessi varalitur er mjög creamy og góður!

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við