Ég elska Instagram. Ég fylgi allskonar fólki og fyrirtækjum og mikið af líkamsræktarfólki. Ég var þessi týpa sem gerði eiginlega alltaf það sama í ræktinni ef ég var ekki með prógram. Ég var hætt að geta tekið almennilega á því vegna þess að líkaminn minn var orðinn vanur æfingunum. Það er ekki gaman til lengri tíma, maður vill svitna, þetta á að vera erfitt og það er alveg gaman að fá harðsperrur stundum, þá veit maður að maður hafði tekið vel á því. Ég fór að fylgja líkamsræktarfólki á Instagram til að fá hugmyndir af æfingum. Ég ætla að deila mínum uppáhalds en þau deila myndböndum þar sem að maður getur séð nákvæmlega hvernig æfingarnar eru.
Ef þú ert ekki með Instagram þá mæli ég með því að þú stofnir þér aðgang. Það kostar ekkert, þú átt ekki eftir að sjá eftir því.
Krissy er ég búin að fylgjast með lengi, hún er með góð myndbönd og í textanum fyrir neðan eru oft fínar leiðbeiningar um æfingarnar og hversu oft þú átt að gera hverja æfingu.
Bradley veit hvað hann er að gera. Það er bara þannig. Kemur oft með fróðleiksmola og fræðslu ásamt æfingum, bæði í story og á veggnum sínum. Svo er hann bara í svo sjúku formi. Mæli með.
Elska myndböndin hennar Stef, hún er svo mikil dúlla og hún er svo „eðlileg“, gaman að fylgjast með henni og fá hugmyndir.
Ég er nýlega farin að fylgjast með þessari – sæll hvað maginn hennar er flottur.. og hún á sko lítið barn! Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Næst þegar þú ætlar í ræktina en ert ekki með neitt planað hvað þú ætlar að gera, skoðaðu eitthvað af þessu. Ég screenshota stundum æfingarnar svo ég sé með þær í símanum og muni hvaða æfingar ég ætlaði að taka. Líka fínt fyrir þá sem vilja ekki vera horfa á myndbönd á miðri æfingu.
xo
Guðrún Birna
Instagram: gudrunbirnagisla