Væntingar í fæðingunni

Þegar ég var ólétt voru margir sem spurðu mig hvernig ég vildi hafa fæðinguna mína. Ætlaði ég að fá mænudeyfingu, vildi ég hafa tónlist, ætlaði einhver að taka myndir o.s.frv. Það voru margar stelpur í bumbuhópnum mínum búnar að ákveða sirka hvernig þær vildu að fæðingin færi fram. Sem er allt í lagi. Ég var svosem ekki búin að ákveða neitt sérstakt nema það að ég vildi hafa kærastann minn með mér(auðvitað) og Ágústu systir mína. Ég var líka búin að ákveða það að hún myndi taka myndir. Mér finnst allt í lagi að plana eitthvað aðeins fyrir fæðinguna og vera undirbúinn en svo þarf maður líka að vera undirbúinn fyrir það að eitthvað allt annað getur gerst. Eins og hjá mér þá bjóst ég bara við því að ég myndi fæða stelpuna mína eðlilega en endaði ég svo á því að fara í keisara.

Af því að ég var búin að ímynda mér að ég myndi fæða stelpuna mína eðlilega þá brá mér svo mikið og ég var svo leið þegar ljósmóðirin sagði allt í einu að ég þyrfti að fara í keisara. Ég var fljót að jafna mig en var ekki að búast við þessu og brá þess vegna mikið. Ég vildi að ég hefði verið með það að hugarfari að allt gæti gerst, vona það besta en vera undirbúin fyrir það að hlutirnir færu kannski ekki eins og ég var búin að ímynda mér.

Þetta var samt yndisleg stund og hlakkar mig mikið til að eignast annað barn. En með næsta barni ætla ég að hafa það í huga að fæðingin getur farið allt öðruvísi en ég ímynda mér.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við