Útskriftin mín

Ég útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri þann 9.júní síðastliðinn. Ég fór með fjölskyldunni minni norður í útskriftina og tók á móti skírteininu mínu í skólanum við flotta athöfn. Ég ætlaði að sleppa því að fara, taldi það vesen að fá frí í vinnu á föstudeginum, redda gistingu, keyra alla þessa leið fyrir stutta helgi. En ég er mjög fegin að hafa látið verða að því að fara. Námið sem ég var í er þrjú ár. Ég tók hinsvegar eitt ár í fæðingarorlof eftir fyrsta árið þegar stelpan mín fæddist og var því í fjögur ár með þetta allt saman. Þetta er búið að taka tíma, mikla vinnu, mikið skipulag og þolinmæði. Sérstaklega síðasta árið mitt þar sem ég var að vinna fulla vinnu með. En þetta var algjörlega þess virði og er ég mjög stolt að hafa klárað þetta.
Systir mín útskrifaðist líka frá Háskólanum á Akureyri sem hjúkrunarfræðingur, ekkert smá stolt af henni! Mjög gaman að fá að útskrifast með henni.

Fyrst að við systur vorum að útskrifast á sama tíma ákváðum við að halda smá útskriftarveislu saman. Við vorum með formlegt boð síðasta föstudag milli kl.18 og 20 fyrir fjölskyldu og nánustu vini, eftir það buðum við ennþá fleiri vinum í partý. Veislan var heima hjá okkur Óla. Ég held það hafi aldrei verið svona margir í húsinu okkar síðan við fluttum inn en það er ótrúlega gaman hvað komust margir. Takk aftur elsku fjölskylda og vinir fyrir komuna og takk fyrir okkur, við systur erum mjög ánægðar með þetta allt saman.

Við ætluðum að kaupa veitingar en vorum seinar til þannig að við ákváðum að gera matinn sjálfar og fá foreldra okkar til að hjálpa okkur. Við buðum upp á osta og pestó með brauði og vínberjum, döðlugott, hakkbollur, grafna gæs, tortillur, súkkulaðihjúpuð jarðarber og svo bakaði amma okkar sörur. Við vorum með freyðivín, bjór, gos og fullt af sterku víni.
Við vorum mjög heppin með veður en það ringdi ekki þetta kvöld þannig að gestirnir gátu setið úti líka.

Mér fannst ekki koma annað til greina en að vera í sama dressinu báða dagana enda bilað flott dragt. Ég var bara með hárið uppi í veislunni, öðrum skóm og málaði mig vel um augun.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

 

Þér gæti einnig líkað við