Uppáhaldsvörurnar mínar í Bætiefnabúllunni

Ég tek ekki mikið af fæðubótaefnum sjálf, en ég er hins vegar mjög hlynnt því að fólk taki fæðubótaefni ef það kýs að gera svo og finnst það gera sér gott. Ég held að ég hafi fengið ákveðið ógeð eftir fitness tímabilið mikla í lífi mínu þar sem ég var að taka inn næstum öll fæðubótaefnin sem til eru á markaðnum. En engu að síður eru ákveðnir hlutir sem ég bara get ekki verið án. Eða kannski gæti ég það, en ég bara kýs að gera það ekki. Mig langar að segja ykkur frá því sem ég hef verið að kaupa uppá síðkastið.

Fyrst ber að nefna Pre-workout. Æfing án pre-workouts er bara ekki eins. Athöfnin sjálf við það að blanda pre-workoutið og sötra á því á meðan maður er að preppa sig fyrir æfinguna, er ákveðin upphitun. Það kemur mér í gírinn. Mér finnst ég líka fljótari að hitna, ég svitna meira og finnst ég geta tekið meira á því á æfingunni sjálfri. Ég elska SUPERNOVA pre-workoutið frá Bætiefnabúllunni, bragðið af því er mjög milt og það blandast vel. Það er hægt að hræra það í bolla/glasi með skeið, það þarf ekki að setja það í brúsa og hrista sem mér finnst mikill plús. Ég hef prófað flest allar bragðtegundirnar og finnst þær allar fínar, engin bragðtegund sem mér fannst vond. Ég er alveg að fara að klára dolluna sem ég er með núna og var því að versla hjá þeim annað pre-workout. Þar sem ég er mjög nýjungagjörn þá ákvað ég að prófa nýtt sem ég sá á síðunni þeirra, það heitir HYPE BEASTog er ég mjög spennt að prufa það.

Annað sem ég get ekki lifað án frá eru PRÓTEINPÖNNUKÖKURNAR frá Bætiefnabúllunni, en þær fást reyndar líka í fullt af verslunum út um allt land, t.d. Kvikk, Krambúð og Krónunni. Ég kaupi mjög reglulega kassa með 12 stykkjum í og við mægður erum ekki lengi að klára þetta. Ein á dag kemur skapinu í lag. Rosalega gott að grípa í þetta þegar manni langar í eitthvað sætt. Mér finnst karamellu lang bestar og kaupi þær nánast alltaf.

Einnig keypti ég mér PRÓTEIN SÚKKULAÐISMJÖR hjá Bætiefnabúllunni um daginn. Ég sver að það er betra en nutella. Ég hef verið að smyrja það ofan á rískökur eða ofan á prótein pönnukökurnar, og þetta er bara eitthvað annað gott súkkulaðismjör! Mæli svo ótrúlega mikið með því að smakka þetta. Það er líka til svoleiðis með hvítsúkkulaði bragði og ég mun klárlega kaupa mér það líka einhverntíma til að smakka. Gott að hafa úrval.

Ég er að versla öll mín fæðubótaefni þessa dagana frá BÆTIEFNABÚLLUNNI og fékk ég hjá þeim afsláttarkóða til að nota, bæði fyrir mig sjálfa og mína fylgjendur og langar mér því að deila honum með ykkur. Gjörið svo vel:

Þér gæti einnig líkað við