Uppáhaldsþættirnir mínir í Sjónvarpi Símans Premium

Ég hef alltaf verið með netið hjá Símanum, og látið duga Sjónvarp Símans með því. Við mæðgur erum með Netflix og vorum við bara að horfa á þætti þar og notuðum því mjög lítið Sjónvarp Símans. En svo hringdu þeir hjá Símanum í mig og buðu mér 3 mánuði af Heimilispakkanum á sama verði og ég var að borga fyrir, en þá myndi bætast við hjá mér Sjónvarp Símans Premium. Ég var nú ekki viss um að ég myndi notfæra mér þetta eitthvað, þar sem ég taldi að Netflix væri nú alveg nóg, en ákvað að slá til þar sem þessu fylgdi enginn aukakostnaður né vesen fyrir mig.

En svo eftir að ég byrjaði að skoða PREMIUM aðganginn og alla þættina og bíómyndirnar sem eru þar, þá varð ég eiginlega bara ótrúlega hissa á hvað það er mikið af góðu efni þarna inni. Jú, þetta kostar sitt miðað við hvað Netflix er ódýrt, en mér finnst það vera þess virði. Eitt og sér kostar Premium 5.000 kr á mánuði. Þarna er að finna svo marga gamla og góða þætti sem maður getur hámhorft endalaust, eins og t.d. Sex and the city, Desperate Housewifes, My so called life, Ally McBeal, Greys anatomy, Will & Grace, The office, Lost og Heroes, svo ég nefni nokkra.

En mig langaði til að segja ykkur frá þeim þáttum sem ég held hvað mest uppá í Premium hingað til.

1. Good Trouble. Þetta eru nýir þættir og eru eiginlega spinoff þættir af „The Fosters“. Þeir fjalla um 2 ungar stelpur sem flytja til New York þar sem þær hafa báðar fengið draumastarfið sitt. Þær lenda í ýmsum hremmingum í vinnunni, ástarlífinu og á djamminu. Mér finnst þetta mjög skemmtilegir þættir og þeir koma líka inná mörg áhugaverð málefni, eins og til dæmis hvernig það er að vera kona á karlægum vinnustað. Einkunn á imdb: 7,4

2. The Client List. Þessir eru gamlir og góðir. Jennifer Love Hewitt leikur þarna aðalhlutverkið, unga konu sem lendir í því að maðurinn hennar hverfur sporlaust og hún þarf sjálf að finna leið til að halda uppi fjölskyldunni, sem hún gerir svo með frekar vafasömum hætti. Einkunn á imdb: 6,7

3. The Good Place. Það er bara ein sería af þessum þáttum komin inná Netflix og ég var búin að bíða mjög lengi eftir meiru, sem ég held að sé ekki enn komið. En svo uppgötvaði ég að það væru allar 3 seríurnar inn á Premium. Ég verð samt að viðurkenna að sería 1 er lang lang best, en karakterarnir eru svo skemmtilegir að þeir eru klárlega þess virði til að horfa á allar seríurnar. Einkunn á imdb: 8,2

4. Telenovela. Hver elskar ekki Eva Longoria úr Despó? Hún leikur hér dívu sem er aðalleikonan í spænskri sápuóperu og þessir þættir eru mjög fyndnir. Mæli klárlega með. Því miður var bara framleidd ein sería af þessum þáttum, hefði sko alveg verið til í fleiri. Einkunn á imdb: 6,9

5. The Killing. Ég horfði á þessa þætti fyrir löngu síðan og þeir eru hrikalega góðir. Ótrúlega spennandi og vel leiknir, héldu manni algjörlega við efnið. Þeir eru byggðir á dönskum þáttum sem hétu „Forbrydelsen“ og voru gefnar út 4 seríur. Einkunn á imdb: 8,2

6. Revenge. Þessir þættir eru með þeim bestu sem ég hef horft á. Ég horfði á þá fyrir nokkrum árum en þarf klárlega að fara að rifja upp og horfa á þá aftur. Þættirnir fjalla um konu sem missir pabba sinn og er hún handviss um að hann hafi verið myrtur og hún helgar lífi sínu til þess að ná fram hefndum fyrir hann. Einkunn á imdb: 7,9

7. The Gifted. Sc-fi þættir um fólk sem hefur fæðst með yfirnátturulega hæfileika og allur heimurinn er á móti þeim og reynir að útrýma þeim. Einkunn á imdb: 7,5

Þér gæti einnig líkað við