Uppáhalds vítamín og hárvörurnar mínar – gjafaleikur!

Eftir að ég átti Hugrúnu fór ég að eiga við mjög mikið hárlos. Þar sem ég er alls ekki með þykkt hár fyrir þá stressaði það mig mikið að sjá hversu mikið af hárum duttu af mér daglega.

Fyrir fimm vikum síðan ákvað ég því að prófa að taka hárvítamín og sjá hvernig það myndi virka. Ég hef tekið hárvítamín frá New Nordic daglega í fimm vikur núna. Fyrst tók ég Hair Volume hlaupbangsana (sem eru btw fáránlega bragðgóðir) en þegar ég var búin með skammtinn þá ákvað ég að prófa töflurnar. Töflurnar eru sterkari en bangsarnir og meira hugsaðar sem hárkúr. Bangsarnir innihalda vægari skammt sem er gott er að nota t.d. í framhaldi af hárkúr.

Ég fékk mjög flottan gjafapakka frá New Nordic með hárvítamíni, shampoo, næringu, serumi og hárbursta fyrir fjórum vikum síðan. Eftir að ég fékk pakkann hef ég notað vörurnar í hvert skipti sem ég þvæ hárið mitt og svo tek ég hárvítamínið daglega. Ég er ótrúlega ánægð með þessar vörur og gæti ekki mælt meira með! Ég er komin með svo ótrúlega mikið af nýjum hárum að það er eiginlega bara orðið smá vandamál hahah! Þar sem ég er svona ánægð með vörurnar ákvað ég að hafa samband við Artasan og fá þau með mér í smá gjafaleik!

 

Í samstarfi við Artasan langar mig að gefa einum heppnum fylgjanda mínum á Instagram uppáhalds vítamín og hárvörurnar mínar sem ég nota daglega ❤️
Pakkinn inniheldur:

Hair Volume töflurnar frá New Nordic
Hair Volume shampoo og hárnæringu frá New Nordic
Hair Volume shine serum frá New Nordic
Hárbursta frá New Nordic
D-vítamín sprey frá Better you
Járn sprey frá Better you
Hair, skin and nails sprey frá Better you
Krill olíu frá Natures aid
Rauðrófuduft frá Natures aid

Smelltu hér til að taka þátt

Þér gæti einnig líkað við