Þeir sem þekkja mig vita að ég elska varaliti og þá sérstaklega rauða varaliti. Ef það er eitthvað sem konur verða að eiga í snyrtiveskinu þá er það rauður varalitur. Þegar ég var að vinna í MAC heyrði ég oft konur segja að rauður varalitur færi þeim ekki vel. En þá er bara spurning um að finna rétta litinn, það eru til endalaust margir litir, tónar og áferðir. Ég mæli með að fara í snyrtivöruverslun og fá hjálp hjá starfsfólkinu, þau eru þarna til að hjálpa. Um að gera að fá að prófa og sjá hvernig liturinn er á vörunum því varaliturinn getur breyst við að fara á varirnar.
Ég ætla að sýna ykkur uppáhalds rauðu varalitina mína. Það var erfitt að velja en hérna eru nokkrir.
Lady Danger frá MAC og varablýanturinn Cherry frá MAC
Þetta vara combo er ég svo oft með. Þetta er held ég þriðji varaliturinn sem ég kaupi. Varaliturinn er bjartur appelsínu-rauður. Hann er með mattri áferð en samt ekki þurr eins og liquid varalitirnir(sem þorna alveg þurrir og mattir). Ég nota oft Cherry varablýantinn með því hann er aðeins dekkri. Mér finnst þeir fallegir saman, það kemur svo falleg dýpt.
Russian Red frá MAC
Þetta er fyrsti rauði varaliturinn sem ég eignaðist og hann hefur verið í uppáhaldi í mörg ár. Hann er með mattri áferð en samt mjúkur og góður. Hann er djúp rauður, ekta „vampíru“ rauður.
Obsess frá L.A. Girl
Þetta er svokallaður liquid lipstick en hann er eins og gloss sem þornar alveg á vörunum og verður mattur. Liquid lipstick, eða varalita glossar, haldast sjúklega vel á vörunum og eru mikið í tísku núna. Þessi litur er mjög fallega rauður, ekki of dökkur og ekki of ljós. Hann fæst á Fotia.is.
Major Betsy frá Modelrock
Þetta er varalitagloss sem þornar alveg mattur á vörunum. Hann er svo sjúklega flottur á litinn! Hann er kannski svipaður Russian Red en mattari og meira svona eins og „flauel“ að sjá.. ef einhver skilur mig. Mæli með honum, hann fæst á Nola.is.
Surfers Paradise frá Ofra
Þessi litur er ekki alveg rauður, hann er eiginlega appelsínugulur. Hann er bara búinn að vera í svo miklu uppáhaldi hjá mér síðustu vikur að ég ákvað að hafa hann með. Hann fæst á Fotia.is.
Hér eru allir litirnir swatch-aðir. Frá vinstri: Lady Danger, varablýanturinn Cherry, Major Betsy, Russian Red, Obsess og Surfers Paradise.
xo
Guðrún Birna