Mig langar að deila með ykkur uppáhalds pigmentunum mínum. Ég elska pigment og á alltof mikið af þeim en ég ætla að sýna ykkur nokkur sem ég held mikið uppá.
Ég bleyti þau oftast og nota ég sérstakan vökva frá KIKO en það er líka til dæmis hægt að kaupa vökva frá Inglot sem heitir Duraline. Ég bleytti þá alla núna nema neðsta litinn.
Án flass
Með flassi
Frá efsta til neðsta:
Inglot – nr. 180
Inglot – nr. 66 (silfur glimmer)
Inglot – nr. 117
Inglot – nr. 50
KIKO – nr. 9
KIKO – nr. 10
MAC – Lithe
MAC – Tan
Ég farðaði mig síðustu helgi og notaði pigment nr. 50 frá Inglot.
Vörurnar sem ég notaði:
Andlit -> Meik: Fit Me frá Maybelline, Hyljari: Fit Me frá Maybelline, Sólarpúður: H&M, Kinnalitur: Trace Gold frá MAC(uppáhalds), Highlight: Cosmic Dancer frá ILIA- nola.is
Augu -> Pigment nr. 50 frá Inglot, Augnskuggar: brúnir úr Morphe 35D, Innri augnkrókur: Mary-LouManizer, Augnhár: Vixen frá Social Eyes
Varir -> Varalitur: Creme D’Nude frá MAC
xo
Guðrún Birna