Uppáhalds overnight grauturinn

Það kannast margir við það að hafa ekki mikinn tíma á morgnana og vilja grípa sér fljótlegan morgunmat sem endist manni fram að hádegi. Alveg frá því ég kynntist þessum graut hef ég ekki borðað annað í morgunmat en þessi grautur er mjög einfaldur, hollur og góður.

Grunnurinn:

  • 100 gr. skyr (ég nota kaffi og vanillu skyrið frá Kea)
  • 100 ml. mjólk (ég nota möndlumjólk)
  • 40 gr. hafrar
  • 10 gr. chia fræ
  • Kanill

Gott að setja út í grautinn:

  • Hálfur banani
  • Ca 3 döðlur

Ég blanda öllu saman í box eða krukku og hræri vel saman. Ég mæli með að passa vel upp á að öll chia fræin blandist við mjólkina og skyrið.
Um morguninn sker ég hálfan banana og nokkrar döðlur út í grautinn.

Það er mjög þægilegt að útbúa nokkra grauta í einu og eiga svo tilbúið inni í ísskáp. Það tekur enga stund að græja þetta á kvöldin og það er svo gott að þurfa ekki að útbúa þetta á hverjum degi.

Macros grunnurinn

Hitaeiningar 300
Kolvetni 29 gr.
Fita 11 gr.
Prótein 19 gr.

Vonandi líkar ykkur við!

Ég er annars mjög dugleg að deila uppskriftum á Instagram, endilega tékkið á því.

Þér gæti einnig líkað við