Uppáhalds mjólkurlausu vörur

Þegar ég tók mataræðið í gegn í fyrra þá tók ég ákvörðun um að minnka mjólkurvörur. Mjólkurvörur hafa alltaf verið stór partur af mínu mataræði. Ég fann það á líkamanum að hann höndlaði ekki miklar mjólkurvörur þannig það var komin tími fyrir breytingar. Til að byrja með þá átti ég mjög erfitt með þetta því ég var föst í gamla vananum. Ég keypti oft vörur sem henntuðu mér alls ekki í byrjun þannig maður þarf að vera duglegur að prufa sig áfram. Með tímanum fann ég þær vörur sem mér finnst góðar. Um leið og þið finnið ykkar vörur þá verður þetta ekkert mál.

Mig langaði að deila mér ykkur mínum uppáhalds vörum 😊

Allra besta haframjólkin finnst mér. Natural nota ég á hafragrautinn, morgunkornið og bý til prótein shake. Rich nota ég útá kaffið og í baksturinn. Finnst líka allgjör snilld að gera grjónagraut með henni. Cocoa nota ég í baksturinn, kaffið og þegar mig langar í kókómjólk.

Ég var mjög glöð þegar ég fann þetta smjör! Það allra besta sem ég hef prufað.

Held mikið uppá tomat&basil smur ostinn frá Yosa 😊

Finnst mjög gott að nota þennan sumurost frá Oatly á brauð. Hef gert mörg tilraunaverkefni með þessum þar af meðal eðlu 😊

Ísinn frá Yosa er í miklu uppáhaldi. Finnst magnað hvað allar Yosa vörunar eru creamy og góðar!

Alpro bláberja er svo gott með múslí

Ef þið viljið þeyttan rjóma með kökunni þá er þessi snilld!

Eftir að ég tók út mjólkurvörur þá líður mér svo miklu betur. Þessi færsla er engan veginn auglýsing heldur er tilgangurinn að deila góðum vörum ef einhver er í sömu sporum og ég. Ég held mikið uppá þessar vörur og þökk sé þeim þá finn ég ekki fyrir neinni kvöð að vera mjólkurlaus. Mæli mikið með því að þið prufið þessar vörur og minnkið aðeins mjólkurvörur 😊 Vörunar fást meðal annars í Bónus, Krónunni og í Hagkaup.

**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

Þér gæti einnig líkað við