Ég var alltaf í vandræðum með að finna hvaða leikföng hentuðu fyrir svona lítil börn og allt sem var í listað hjá verslunum var mest hringlur og leikteppi. Mér fannst alltaf svo leiðinlegt að hann ætti ekki neitt dót til að leika með enda fyrsta barn og ég vissi eiginlega ekkert hvað væri sniðugt fyrir þennan aldur.
Höður hefur aldrei verið duglegur að dúlla sér svo það gerði þetta leikfanga verkefni ekki auðvelt fyrir mig. Hann er hefur varla mátt vera að því að dúlla sér frá því að hann byrjaði að rúlla sér og alltaf verið stanslaust á hreyfingu.Þar sem hann má ekki vera að því að setjast niður og skoða þá hafa bækur ekki verið vinsælar kannski kemur það einn daginn.
Hérna er það dót sem honum fannst skemmtilegt að leika sér með:
- bibs loops! Þetta kemur kannski mörgum á óvart en þetta var vinsælasta dótið hjá okkar manni. Gaman að hrista, naga, toga í sundur og setja saman. Þetta er alveg búið að vera skemmtilegt frá því hann var 4 mánaða og enn þá í dag 14 mánaða. Bibs loops, linkur hér.
- Staflturn, þessi staflturn er svo skemmtilegur frá því að þau eru lítil og alveg fram eftir. Heði finnst rosa gaman að láta alla kubbanna detta og hefur gert það mjög lengi. Núna þegar hann er eldri þá er hann alltaf að raða þeim ofan í hvern annan og mjög spenntur að setja ofan á þegar ég er að raða þeim upp. Skemmtilega við kubbanna að það eru göt á sumum og öðrum ekki þannig það er líka skemmtilegt að fara með þá í bað eða sulla, linkur hér.
- Kolkrabbi/Marglytta – Við keyptum þennan til að taka með okkur í flugið þegar Höður var 6 mánaða og honum finnst svo gaman að dúlla sér með hana þegar við erum á ferðinni og örugglega skemmtilegast er að hann tritrar þegar maður togar í bandið, linkur hér.
- Fiskar – þessir eru svo skemmtilegir svo skemmtileg mismunandi hljóð í litlu fiskunum og svo gaman að þeir “hverfi” inn í stóra fiskinn, linkur hér.
- Mjúk bók – Þetta er örugglega klassískasta leikfang fyrir ungabörn sem við öll þekkjum en það eru til allskonar fallegar og Höður fékk eins slíka í babyshowergjöf sem hann lék endalaust með, linkur hér.
- Hringla – verð alveg að viðurkenna Höður nennti ekki mikið að leika með hringlur en þessi er í uppáhaldi hjá mér og kemst alltaf í pakka hjá litlum vinum, hún er svo sæt og til í nokkrum mismunandi dýrum, linkur hér.
- Hringla á leikgrind/bílstólinn – Þetta ský er allt of sætt og til aðrar týpur frá sama merki. Höður var eiginlega orðinn of stór fyrir þetta þegar þetta kom til landsins til að hafa gaman af þessu. En ég varð samt að kaupa þetta því það er svo sætt. Heði fannst skemmtilegast að halda í bandið og sveifla skýinu þannig það hringlaði í því. Linkur hér.
Þið kannski tókuð eftir því að við erum mjög hrifin af sömu merkjunum en
uppáhaldsmerkin mín fyrir leikföng fyrir þennan aldur eru:
done by deer sem fæst t.d. í ninekids
Konges sljod sem fæst í Petit
Mushie sem fæst t.d. í Fífa
Sebra sem fæst t.d. í Epal og Petit
Merkin í Valhnetu
Regnboginnverslun er líka með fullt af fallegum leikföngum en það er mest fyrir eldri börn að mínu mati.
Vonandi hjálpaði þetta ykkur að fá hugmyndir af leikföngum fyrir litlu krílin ykkar.
Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Instagram
Tiktok
Youtube