Uppáhalds kjúklingur fjölskyldunnar

Þennan kjúkling hefur mamma gert í nokkur ár fyrir okkur í fjölskyldunni og er þetta alltaf jafn gott. Þessi kjúklingur með mangó sósunni er uppáhalds hjá mér.

Gott er að láta kjúklinginn marinerast í allavega tvo tíma áður en hann er grillaður (eða steiktur á pönnu) en því lengur sem hann marinerast því betra. Þessi uppskrift er fyrir fjórar kjúklingabringur eða einn pakka af kjúklingalundum. Uppskriftin af marineringunni er úr eldgömlu Gestgjafa blaði og í henni voru notaðar kjúklingabringur sem voru skornar í ca. þrjár lengjur og þræddar á grillpinna. Við notum alltaf lundir.

Marinering fyrir kjúkling:

  • 3 stiklur sítrónugras (lemongrass) – fínsaxað (fæst ekki alltaf en hægt að kaupa líka í krukku eða nota safa úr hálfri sítrónu)
  • 2 msk engifer – fínrifið
  • 4 msk sojasósa
  • 1/2 msk hunang (fljótandi)
  • 4 msk sesamolía

Ofaná kjúkling rétt áður en hann er borinn fram:
kóríander – fínsaxað
1 rautt chilli-aldin – fínsaxað

Sósa:

    • Ein dós grísk jógúrt (350 gr.)
    • Sirka 4 rif af hvítlauk (eða eftir smekk)
    • 1 – 1&1/2 msk karrý
    • 6 msk Sharwoods mango chutney
    • Smá salt og pipar

-Smakkið til-

Borið fram með hrísgrjónum og baguette – svo gott að dýfa brauðinu í sósuna!

Þið verðið ekki svikin♡

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við