Ég elska að kaupa íslenska hönnun og þá sérstaklega barnaföt og barnavörur. RR Barnavörur er merki sem ég kynntist í byrjun sumars þegar systir mín gaf dóttur minni, guðdóttur sinni, bleikt sett frá þeim. Efnið er æði en hún notar mjúkt og gott lífrænt bómullarefni í fötin. Það er smá teygja í efninu þannig að börnin eiga auðvelt með að hreyfa sig í þeim. Sniðin eru líka svo flott en mér finnst Ágústa Erla algjör töffari í fötunum.
Ég keypti tvö ný sett um daginn. Læt nokkrar myndir fylgja með.
Bleika settið sem er því miður orðið of lítið á hana en við notuðum fötin mjög mikið og það sést varla á þeim í dag.
Fötin fást uppí stærð 152 og er hægt að panta þau í gegnum Facebook síðu RR Barnavörur hér eða í síma 694-8072.
Svo er gaman að segja frá því að það er 15% jólaafsláttur af öllum pöntunum út nóvember! Ég myndi klárlega nýta mér það.
xo
Guðrún Birna