Uppáhalds í sumar

Ég er ótrúlega mikið sumarbarn. Ég hef margoft sagt að ég hafi fæðst í röngu landi, ég hefði átt að fæðast í heitu landi þar sem sólin skín oftar en þrjá mánuði á ári. Húðin mín er kannski ekki alveg sammála, en mér líður samt svo ótrúlega vel þegar er sól og gott veður. Núna er júlí genginn í garð og styttist óðum í smá sumarfrí á mig. Mig langaði að taka saman nokkra hluti sem eru búnir að vera í miklu uppáhaldi hjá mér núna það sem af er sumri, þar sem við erum að eiga svo ótrúlega gott og sólríkt sumar núna hérna á klakanum.

Fyrst ber að nefna LOVE ISLAND brúsann minn sem ég tek með mér hvert sem ég fer. Við biðum svolítið lengi eftir þessum brúsum þar sem við pöntuðum þá í miðju covid ástandi, en það var algjörlega þess virði. Við fengum okkur þessa týpu með nöfnunum okkar í bleiku letri. Ekki nóg með að þeir séu fallegir, heldur er svo gott að drekka úr þeim þannig að vatnsdrykkjan er búin að aukast um helming hjá manni, sem er að sjálfsögðu ekkert nema gott mál.

Nýi uppáhalds orkudrykkurinn minn er frá Bang og er með Peach mango bragði. Þessi orkudrykkur fæst til dæmis í Hagkaup og stundum Kvikk líka, og bjargar manni alveg þegar maður er þreyttur í vinnunni.

Uppáhalds sumarlega outfitið mitt er oversized PLAYBOY bolurhjólabuxur frá LINDEX og Quay Australia sólgleraugu. Ég keypti sólgleraugun mín á Missguided en þau virðast vera uppseld þar, ég finn þessa týpu allavega ekki á síðunni þeirra lengur, en þau fást til dæmis HÉR.

Síðasta sem ég ætla að nefna er MORÐCASTIÐ! Alveg sama hvort ég er að hlaupa, keyra eða liggja í sólbaði, þá klikkar Morðcastið ekki. Ég helltist svolítið seint á þessa lest, svo þegar ég byrjaði að hlusta þá voru komnir út rúmlega fimmtíu þættir. Ég er núna á þátt númer þrjátíu og eitthvað svo ég á ennþá helling eftir, sem er algjör snilld. Mæli ótrúlega mikið með.

Annað sem er mikilvægt að muna eftir og ætti að vera í uppáhaldi hjá öllum á sólríkum dögum er sólarvörnin. Það er svo algengt að fólki finnist óþarfi að nota hana þegar maður er á Íslandi, en það er náttúrulega bara algjör vitleysa. ALLTAF að nota sólarvörn!

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi.

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við