Uppáhalds í sjónvarpinu

Unbelievable – Netflix
Þessa seríu hámhorfði ég á einni helgi. Of gott stöff til að geta hætt. Ég mæli alls ekki með að byrja á þessari þegar þú ætlar að fara að sofa. Þetta er svona sería sem þú hættir ekki að horfa á fyrr en hún er búin.

Living with yourself – Netflix
Paul Rudd er einn af mínum uppáhalds leikurum svo ég varð að horfa á þessa um leið og ég rakst á hana á Netflix. Rudd fer að sjálfsögðu á kostum í henni, eins og alltaf. Mjög skemmtilegir og öðruvísi þættir sem ég mæli mikið með. Það eru ekki komnir nema átta þættir, en aldrei að vita hvort þeir verði fleiri.

Brooklyn nine-nine – Netflix
Þetta eru ekki nýir þættir, en þeir einir af mínum uppáhalds. Nýlega bætti Netflix við fimmtu seríunni og þetta eru þeir þættir sem ég er að horfa á akkúrat núna þegar ég fer uppí rúm á kvöldin. Get horft aftur og aftur, elska húmorinn í þessum þáttum.

Survivor – Sjónvarp Símans Premium
Ég bókstaflega ELSKA Survivor. Í sjónvarpi Símans er að finna seríur 24-38 og akkúrat núna er ég að horfa á seríu 36. Ég er búin að vera að vinna mig upp eftir að hafa uppgötvað þessa þætti uppá nýtt fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég horfði alltaf á þetta í “den” en hætti svo þegar Skjár einn hætti að vera ókeypis.

Chicago med – Sjónvarp Símans Premium
Mínir uppáhalds lækna-drama þættir. Svo mikið drama. Svo mikið af fallegu fólki. Mæli með.

The good place – Sjónvarp Símans Premium
Eins og ég sagði frá í þessari færslu HÉR þá elska ég þessa þætti. Það eru að bætast við nýir þættir vikulega á Sjónvarp Símans og er ég búin að horfa á fyrstu tvo. Það eru kannski margir á þeirri skoðun að þættirnir fari dvínandi, en ég er allavega ennþá að fíla þetta.

Avangers myndirnar – Sjónvarp Símans Premium
Við dóttir mín erum að horfa saman á allar Avangers myndirnar eftir “The Spagetti-order” sem hægt er að lesa um HÉR. Við horfðum á Captain America um helgina, svo við erum þá búnar með 5 myndir af 22. Ég verð að viðurkenna að ég var skeptísk fyrst á að horfa á þessar myndir, fannst þetta ekki virka spennandi. En dóttir mín var alveg viss um að ég myndi hafa gaman að þessu, og hafði hún svo sannarlega rétt fyrir sér þar. Líka sérstaklega gaman að eiga svona kósý samverustund saman af og til.

Svona lítur The Spaghetti Order út:

1. Iron Man (2008)
2. The Incredible Hulk (2008)
3. Iron Man 2 (2010)
4. Thor (2011)
5. Captain America: The First Avenger (2011)
6. The Avengers (2012)
7. Iron Man 3 (2013)
8. Thor: The Dark World (2013)
9. Guardians of the Galaxy (2014)
10. Guardians of the Galaxy Vol. 2 (2017)
11. Captain America: The Winter Soldier (2014)
12. Avengers: Age of Ultron (2015)
13. Ant-Man (2015)
14. Captain America: Civil War (2016)
15. Spider-Man: Homecoming (2017)
16. Black Panther (2018)
17. Doctor Strange (2016)
18. Thor: Ragnarok (2017)
19. Avengers: Infinity War (2018)
20. Ant-Man and the Wasp (2018)
21. Captain Marvel (2019)
22. Avengers: Endgame (2019)

Þér gæti einnig líkað við