Uppáhalds húðvörurnar mínar

Ég er með frekar venjulega húðgerð, hvorki þurra né feita og því margar vörur sem mér finnst henta mér. Hins vegar er ég með viðkvæma húð og þoli illa ákveðin efni og hef prufað mörg merki sem ég þoli illa.

Ég vil minna á að ég er hvorki förðunar- né snyrtifræðingur. Mig langaði að deila með ykkur þeim vörum sem ég er búin að vera að nota og líkar vel við. Og mér sjálfri finnst gaman að lesa umfjöllun frá bæði snyrtifræðingum sem og áhugamanneskjum varðandi snyrti- og húðvörur.

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í neinu samstarfi.
Þegar ég var langt komin með færsluna þá tók ég eftir að flestar vörurnar sem ég nefni eru fáanlegar á Beautybox. En þau eru með mjög þægilega heimasíðu svo það er mjög auðvelt að renna í gegnum síðuna og skoða betur vörurnar sem eru í boði hjá þeim. Annars fást flestar, ef ekki allar þessar vörur, í Hagkaup og Lyf & Heilsu.

Skyn Iceland augnskífur

Ég á alltaf til nokkra pakka af þessum augnskífum, sérstaklega eftir að hafa byrjaði í vaktavinnu.
Dregur úr þrota og önnur þreytumerki.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Face Halo hreinsi skífurnar.

Það þarf aðeins að bleyta skífurnar og farðinn rennur af. Þarf ekki að nota nein efni eða farðahreinsi.
Ég er með rosalega viðkvæm augu og því fáir augnfarðahreinsar sem erta ekki augnsvæðið. Ég finn varla fyrir því að nota skífurnar og þarf ekki að nudda fast til að ná maskaranum af. Og ekki skemmir fyrir að þetta er umhverfisvænna heldur en að nota bómullarskífur og farðahreinsir.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Bobbi Brown Cleansing Oil

Nota þessa vöru eftir Face Halo skífurnar ef ég var með mikinn farða til að ná restinni.
Dagsdaglega, þegar ég er aðeins með hyljara þá sleppi ég þessari vöru.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Meraki andlits bursti

Nota þennan bursta með hreinsinum til að ná sem mestu og ná að skrúbba örlítið í leiðinni.
Læt heitt vatn renna á hárin til að mýkja þau áður, set hreinsinn á andlitið og tek svo burstann og nudda honum í andlitið.

Fann burstann ekki á netinu en veit að hann fæst í Fakó

Estée Lauder Advanced Night Repair Serum

Þetta serum er eitthvað undraefni. Ég var mjög sein á vagninn. Fannst þetta of dýrt og hafði enga trú að þetta gerði eitthvað gagn.
Hafði svo sannarlega rangt fyrir mér. Sé strax mun á húðinni eftir örfáa daga og nota ég þetta bæði kvölds og morgna.
Þetta serum dregur úr fínum línum og gerir húðina slétta, silkimjúka og fína.
Vara sem ég gæti aldrei lifað án, eftir að ég prufaði þetta loksins.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Origins augnkrem

Augnkremið sem ég nota oftast. En ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég ekki enn fundið augnkrem sem mér finnst gera mjög mikið fyrir mig. Nema augnskífurnar frá Skyn Iceland og svo þetta augnkrem. Ég er frekar dökk undir augunum og með bauga sem eru búnir að vera þarna í einhver ár. En mér finnst þetta augnkrem lýsa aðeins upp svæðið og hressa mig við.
Geymi hins vegar augnkremin inn í ísskáp, það er svo frískandi á morgnanna að setja ísskalt krem undir augun og verður það svæði ekki eins þrútið.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Ef þú ert með einhverjar ábendingar fyrir mig um augnkrem þá máttu endilega senda á mig ♡

L’Oréal augnkrem

Þetta augnkrem var á tilboði í sumar þegar ég var erlendis og ákvað að grípa það með til að prufa. Finnst það alveg ágætt svo sem, en það sem mér líkar vel við kremið er að það er stálkúla á endanum sem maður ber á augnsvæðið sem hefur kælandi áhrif.

Estée Lauder dagkrem

Fékk prufu af þessu kremi þegar ég keypti síðast Estée Lauder serumið. Búin að nota þetta í rúmar tvær vikur og því ekki mikil reynsla komin. En eins og er þá er ég mjög hrifin og hugsa að ég fjárfesti í stórri krukku. Finn að ég þarf pínu lítið svo prufan mun endast lengi og húðin verður svo silkimjúk.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Origins Gel rakakrem

Áður en ég prufaði Estée Lauder dagkremið þá notaði ég Ginzing kremið frá Orgins. Ótrúlega þunnt, þarf lítið af þessu og gefur mikinn raka.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Origins – Overnight maski

Nota þennan maska á nánast hverju kvöldi yfir vetrartímann, kannski er ég að ofgera, en þessi maski er samt svo góður. Undafarin ár, yfir vetrartímann, hef ég mikið verið að berjast við þurrkubletti í kringum nefið, en ekki þennan vetur, vil meina að það sé aðalega út af þessu maska.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Origins – 10 mínútna maski

Þegar ég vil extra dekur þá nota ég þennan. Og þegar ég er rosalega þurr þá leyfi ég honum að vera á yfir nóttina. Hef ekki þurft að nota hann mikið þennan veturinn, þökk sé maskans sem ég talaði um hér að ofan.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Origins maski – Out of trouble

Þennan maska á að hafa á andlitinu í aðeins 10-15 mínútur. Einnig er hægt að setja maskann á þau svæði sem eru slæm. Ég set maskann á bólur og þær hverfa mjög fljótt.
Var búin að berjast við eina bólu og sár milli augnanna, akkúrat þar sem gleraugun liggja á, í alveg örugglega 2-3 vikur. Ég var búin að gleyma að ég ætti þennan maska til. Setti smá á svæðið í 3 daga í röð og þetta er nánast farið.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

L’Oréal skrúbbur

Nota þennan skrúbb þegar mér finnst húðin vera eitthvað extra ,,skítug“ ef það er skiljanlegt. Þegar ég hef sett á mig farða í nokkur skipti (aðalega þar sem ég hef nánast ekkert á andlitinu í vinnunni og dagsdaglega) þá finn ég fyrir þörfinni á að nota skrúbb. Húðin verður silkimjúk eftir að hafa notað þennan skrúbb.

Getið lesið meira um vöruna HÉR

Inga

 

Þér gæti einnig líkað við