Uppáhalds hlaðvörpin mín

Ég er búin að vera að hlusta svolítið á hlaðvörp uppá síðkastið og langar mig til að deila með ykkur mínum uppáhalds.

Illverk
Illverk er fyrsta hlaðvarpið sem ég hlustaði á og lengi vel það eina. Það var ekki fyrr en ég var búin með alla þættina sem ég fór að hlusta á önnur hlaðvörp. Ég er mikil áhugamanneskja um illverk og hef fylgt Ingu Kristjáns á instagram síðan ég var að vinna með henni í Lindex fyrir nokkrum árum og því vakti það áhuga minn að hlusta á hennar hlaðvarp.

Morðcastið
Þegar ég var búin að klára Illverk þættina ákvað ég að tékka á Morðcastinu. Þar eru alltaf tveir aðilar að tala saman sem ég þurfti smá að venjast eftir að hafa hlustað einungis á Illverk þar sem Inga er alltaf ein að tala. En Morðcastið er oftar svona á léttari nótunum, þó talað sé um alveg jafn “slæm” mál og oft skellir maður uppúr.

Mistería
Eini gallinn við Misteríu hlaðvarpið er hvað það eru komnir fáir þættir. Á eftir Illverk held ég að þetta séu mínir uppáhalds hlaðvarp þættir. Það eru þær Tinna og Árnný sem sjá um þessa þætti og taka þær fyrir allskonar dularfull mál og koma fram með allskonar kenningar til að reyna að komast að því hvað gerðist í raun og veru.

Hvað er málið?
Þessir þættir með Sigrúnu Sigurpáls eru mjög áhugaverðir, en hún fjallar um allskonar undarleg og áhugaverð mál af ýmsum toga. Sigrún er með mjög þægilega rödd til að hlusta á og kemur öllu efni vel frá sér. Það er ágætis tilbreyting að hlusta á hennar hlaðvarp á milli allra morðmálanna.

Absolute training
Þetta hlaðvarp er ekki einungis fyrir þá sem eru að æfa Absolute training, heldur er þetta líka bara gott fyrir þá sem vilja huga betur að andlegri heilsu. Það eru ýmis mál rædd og mis djúp, til dæmis er rætt um árangur, fyrirgefningu, afsakanir og hamingju svo eitthvað sé nefnt. Það hafa allir gott af því að fara í smá sjálfskoðun.

Þetta eru einu hlaðvörpin sem ég hef hlustað á fleiri en einn þátt af og get því ekki annað en mælt með þeim. Ég er mjög fljót að missa athygli og fara að leiðast og því myndi ég ekki getað hlustað á hvaða hlaðvarp sem er.

Önnur hlaðvörp sem ég er alltaf á leiðinni að hlusta á:

  • Þarf alltaf að vera grín?
  • The Snorri Björns podcast show
  • Ernuland podcast
  • Break the circle með Ásdísi

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við