Ungbarnateppi

Amma mín prjónasnillingur með meiru gerði þetta fallega ungbarnateppi fyrir stelpuna mína, langömmustelpuna sína. Í einni heimsókn minni til hennar sýnir hún mér nokkur teppi sem hún hafði gert. Hún á alltaf lager og í honum leynist ýmislegt fallegt.

Hún leyfði mér að velja teppi og valdi ég þennan lit en hann er ljós fjólubleikur. Við notuðum teppið mjög mikið fyrsta árið, hún var eiginlega alltaf með það á sér. Svo kósý og fallegt.

Svona hluti finnst mér nauðsynlegt að geyma. Það verður svo gaman fyrir hana að eiga þetta þegar hún verður eldri. Falleg minning um langömmu.

 

Uppskriftin af teppinu er úr blaðinu Alt for damerne Strikkebog frá um 1950og eitthvað. Amma gaf mér ljósrit af uppskriftinni sem ég mun geyma vel.

Ég hef áður fjallað um það sem amma hefur prjónað. Hér má sjá heimferðarsettið sem hún gerði og hér er heilgallinn sem Ágústa Erla mín notaði mjög mikið.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við