Undirbúningur fyrir litlu prinsessuna

Ég og Hörður Þór eigum von á lítilli prinsessu í heiminn í júlí 2020. Við erum búin að vera virkilega spennt að fá hana í heiminn og þykir mjög gaman að undirbúa heimilið fyrir komu hennar. Við erum aðeins búin að kaupa inn í barnaherbergið en ég ætla að deila því með ykkur þegar það er alveg tilbúið.

Mig langaði hins vegar að sýna ykkur þetta gullfallega hliðarrúm sem við vorum að kaupa hjá Húsgagnaheimilinu. Rúmið keyptum við með það í huga að hafa það við hliðina á rúminu okkar svo dúllan okkar geti sofið við hliðina á mér svona fyrst um sinn. Það gerir það auðveldara fyrir okkur báðar þegar hún vill drekka um miðja nótt þar sem ég get þá tekið hana auðveldlega upp í rúm til okkar. Hægt er að stilla rúmið í þrjár mismunandi hæðarstillingar og er best að hafa það aðeins fyrir neðan dýnuna á hjónarúminu svo barnið geti ekki rúllað óvart yfir í rúmið.

Rúmið er á hjólum þannig það er auðvelt að nýta það einnig sem vöggu og rúlla því fram í stofu eða í önnur herbergi auðveldlega. Við höfðum ekki hugsað okkur að kaupa sérstaka vöggu til að nota í þeim tilfellum heldur nýta þetta rúm bæði sem hliðarrúm og vöggu.

Ég er virkilega spennt að geta haft prinsessuna svona nálægt mér fyrstu mánuðina og held ég að þetta muni auðvelda hlutina mjög mikið. Bæði þar sem það er auðveldara að sækja hana til að gefa henni að drekka og einnig er hún stutt frá mér svo ég þarf ekki að standa upp til að athuga hvort allt sé í lagi. Þegar hún stækkar þá munum við færa hana yfir í fallega rimlarúmið sem við erum einnig búin að kaupa fyrir hana.
Nú er það bara að bíða spennt eftir að litla prinsessan kemur í heiminn, foreldrarnir eru virkilega spennt að fá að hitta hana!

Samstarf við Húsgagnaheimilið í formi afsláttar

Ef þið viljið fylgjast með meðgöngunni og hreiðurgerðinni okkar þá mæli ég með að ýta á follow hjá mér á Instagram <3

Þér gæti einnig líkað við