Ungbarnaföt í uppáhaldi

Ég byrjaði frekar seint að versla föt á dóttur mína. Það var ekki fyrr en við vissum kynið sem ég leyfði mér 2-3 flíkur og svo aðeins fleiri rétt í lokin á meðgöngunni. Mig langaði ekki að lenda í því að eiga alltof mikið og geta síðan ekki notað allt. En í staðin þá áttum við alltof lítið af fötum. En ég vildi eiga lítið til að byrja með til að sjá hvað við myndum fýla mest. Hvaða merki, efni og týpur (náttgallar, samfellur, kjóla) við vildum helst klæða hana í. Fyrstu vikurnar var hún aðallega í náttgöllum með áföstum sokkum en einstaka sinnum settum við hana í sett þegar það komu gestir.

Áður en stelpan mín fæddist þá heillaðist ég meira að jarðlitum og keypti mest af því en síðan þegar ég fæ hana í hendurnar og fer að klæða hana í þá er hún aðallega í mynstruðum fötum og þá helst blómum. Og blúndur og pífur.

Náttgallana keyptum við flesta nýja en nýttum okkur Barnaloppuna mikið þegar kom að settum og kjólum.

Fixoni

Fixoni er á mjög fínu verði, sérstaklega í Fjarðarkaup. Mikið úrval af blómamynstri og fallegum myndum á.

Fæst hér: Fjarðarkaupum – MóðurástOhanastore – Piccolo

Kids Up Baby

Myndi setja þetta í sama flokk og Fixoni. Á mjög fínu verði og góð gæði.

Fæst hér: Fjarðarkaupum – MóðurástPiccolo

Lindex

Ungbarnafötin frá Lindex eru mjög praktísk. Náttgallana er hægt að renna bæði upp og niður svo það þarf ekki að klæða alveg úr til þess að skipta á bleyjunni. Samfellurnar eru margar með framlengingu á samfellunum svo það er hægt að nota þær aðeins lengur.

Fæst hér: Lindex

Little Wonders

Eitt af uppáhalds merkjunum mínum. Kostar sitt en mynstrin eru eitthvað annað falleg. Ég nýti líka tækifærið og versla í Barnaloppunni ef ég sé eitthvað frá Little Wonders.

Fæst hér: Minimo

MarMar

Fæst hér: Bíumbíum

Minymo

Fæst hér: Minimo

Newbie

Algjör synd að Newbie fæst ekki á Íslandi. En það er hægt að finna reglulega föt frá þessu merki í Barnaloppunni. Ótrúlega fallegar og vandaðar flíkur.

Fæst ekki á Íslandi en hægt að sjá úrvalið hér: Newbie Store

Next

Við notuðum mest náttgallana, með áföstum sokkum, frá Next fyrstu vikurnar. Hún var í þeim allan sólarhringinn, nema einstaka sinnum þegar það komu gestir. Þeir eru svo mjúkir og þægilegt að skipta á bleyjunni í þeim.

Fæst meðal annars hér: Next á Íslandi – Next UK

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við