Undirbúningur minn fyrir módelfitness í apríl 2019

Heil og sæl

Ég vil gjarnan fjalla um undirbúning minn fyrir módelfitness sem ég keppti í þann 18. apríl s.l. Ég ákvað að taka þátt á gamlársdag og setti hvorki meira né minna en 10 áramótaheit og 12 áskoranir fyrir árið, eina áskorun fyrir hvern mánuð, auk þess að ögra sjálfri mér og taka þátt í keppninni.

Afhverju módel fitness?

Ég hef alltaf litið upp til þeirra sem taka þátt á slíkum mótum. Það þarf einbeittan vilja og gífurlegan sjálfsaga til að taka þátt í fitnessmóti. Undirbúningurinn stendur yfir í margra mánuði, fleiri klukkutíma á dag. Raunar fer allur dagurinn í undirbúning þar sem mataræðið er 75% af þessu. Það er því eins gott að vera vel undirbúinn. Ég vildi athuga hvort í mér byggi þessi agi – þessi vilji til að ögra sjálfri mér fram að ystu nöf.

Mataræðið var erfitt í fyrstu en komst síðan í vana og síðustu dagana hafði ég enga löngun í t.d. sætindi. Ef ég fæ einhverja löngun í sætindi þá myndi ég helst segja að það væri prótein shake-inn minn með smá hnetusmjöri…. NAMMI!

Æfingarnar eru líka skemmtilegar og fjölbreyttar og ekki skemmir fyrir að ég er með yndislegan þjálfara sem styður mig heilshugar og er alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þarf á honum að halda. Ég gæti ekki verið ánægðri hvað þá heppnari með hann Jimmy minn hjá Pumping Iron.

Hins vegar hefur mér fundist erfiðast við ferlið vera sviðið – það var mikill sigur fyrir mig að ná að vinna bug á hræðslu minni við sviðið. Ég fór á svokallaðar pósu æfingar 3x í viku. Mörgu þarf að huga svo sem göngulagi, brosi, innkomu, hvernig maður ber sig að, snúningum og spennu í vöðvum. Síðan eiga hendurnar að vera línu, fingurnir svona, hárið þarf að setja aftur, stíga þarna, sýna vöðva og gera það eins og dans. Stundum fannst mér þetta of mikið því ég er ekki vön þessu. Ég var ekki vön sjálfri mér í þessu hlutverki en það var bara eitt í stöðunni; æfa, æfa æfa og aftur æfa! Þetta gekk hins vegar þokkalega en ég var með yndislegan pósuþjálfara (framkomuþjálfara) sem hvatti mig áfram svo ég var í öruggum höndum. Maður þarf bara að að hafa trú á sjálfum sér, þá er allt hægt.

Hér að neðanverðu er smá innsýn í hvernig hefðbundinn dagur var hjá mér fyrir mót í tengslum við fæðu og æfingar.

Dagurinn minn

Klukkan 06:30 – 07:00 fór ég á fætur, vek heimilið og við tökum okkur til fyrir vinnu og skóla.
Eins og flestir vita elska ég CNP vörurnar og vil helst ekki neitt sjá annað. Ég er búin að nota þessar vörur núna í nær 2 ár og þetta er einfaldlega besta fæðubótarefni sem völ er á, á íslenskum markaði (að mínu mati) og hef ég prófað þau flest hohoh.

Ég tek 2x CNP Creatín E2 á fastandi maga og + 2x CNP Pro Hypertherm brennslutöflur.

CNP Creatín E2
Creatín er náttúrulegt efni sem finnst í vöðvavef, með því að taka inn kreatín hjálpar það til að stækka og styrkja vöðvafrumur. Ég tók 2x töflur á fastandi maga á morgnanna og svo aðrar 2x töflur á fastandi maga um kl. 16:00 – passa að drekka nóg af vatni yfir daginn. Creatín E2 þarf enga hleðslu. Eins og áður hefur komið fram eykur Creatín frammistöðu, styrk og stærð vöðva. Creatín E2 er ekki ósvipað Creatini en er með estera efnasamband. Esterinn er mikilvægur þáttur að hjálpa kreatíninu að skila sér skilvirkara í líkamann. CNP Creatin E2 kemur í veg fyrir að maður verði ,,uppblásinn“ eins og vill oft gerast með Creatin einhýdrat. Það er því fullkomið fyrir þá sem vilja síður blása ögn út en vilja styrkjast og stækka vöðva.

CNP Pro Hypertherm brennslutöflur
Ég tók 2-3x Pro HyperTerm brennslutöflur á fastandi maga. Pro Hyperterm inniheldur 200 mg af náttúrulegu koffíni og 500 mg af bitru appelsínu dufti sem býr til mikla örvun, besti árangur er ef tekið er á fastandi maga. Þessar brennslutöflur eru afar sterkar. Ég mæli ekki með að taka brennslutöflurnar eftir kl. 16:00 á daginn. Best er að taka 3x töflur 15 mín fyrir æfingu fyrir sem mesta virkni.

07:50 Morgunsjús æfingar

CNP Pro Glutamín
Glútamín er 100% hreint L-glútamín duft. Aminósýrur eins og L-glútamín eru byggingareiningar af próteinum. Glútamín hindrar niðurbrot vöðva og eykur endurbata ásamt því að styrkja ónæmiskerfi, dregur úr bólgum og bjúgi. Gott að taka glutamín fyrir og strax eftir æfingar. Mælt er með því að innbirgða Glútamínið frá CNP 1-4 töflur yfir daginn. Ég tek glútamín 4x yfir daginn – fyrir æfingu, eftir æfingu, um miðjan dag (set út í prótein shake-inn minn) og áður en ég fer að sofa, því ekki viljum við missa þessa vöðva. Með þessu móti fæst einnig fljótari endurbati (recovery).

CNP Pro Pump Evo pre workout
Stundum þarfnast maður smá extra orku til að koma sér í gírinn, CNP Pro Pump Evo er fyrir æfingar drykkur á góðri íslensku til að auka orku og gefa manni þetta extra boozt. Það sem er frábrugðið Pro Pump Evo og Pro Pane Pre er að Pro Pump Evo inniheldur bæði VASO6™ og Carnosyn™ (ekkert koffín). Þetta gerir Pro Pump Evo kleift að skila árangursmiðaðri samsetningu án þess að nota örvandi efni. Ég mæli sérstaklega með Pro Pump Evo ef þú ert að taka æfingar seinnipart dags eða á kvöldin.

CNP Pro Synthesize
Inniheldur Creapure sem hjálpar til að auka frammistöðu á æfingum ásamt Beta Alanie og 3000mg af Leucine. Þegar uppi er staðið erum við komin með skemmtilegan kokteil – CNP Pro Synthesice kokteil – hjálpar til að auka frammistöðu á æfingum, dregur úr þreytu og stuðlar að prótein myndum með 15% NRV af Magnesium.

CNP Pro Pane pre workout
Er líka fyrir æfingar drykkur, Pro Pane Pre dregur úr þreytu, með 300mg af náttúrulegum koffíni til örvunar svona til að koma sér í gírinn og taka vel á því á æfingu.

08:30 Æfing hjá Jimmy í Pumping Iron

Var ég mætt í Pumping Iron hjá Jimmy að taka æfingu, á meðan æfingu stendur drykk ég CNP pro BCAA burst

CNP Pro BCAA burst
Er aminosýru drykkur sem hentar hvenær sem er, hvort sem það er fyrir æfingu, á meðan eða eftir. Til að ná hámarks árangri af drykknum þá mæli ég með að drekka þennan geggjaða drykk á meðan æfingu stendur. Amínósýrurnar eru taldar hjálpa verulega við endurheimt vöðva eftir krefjandi æfingar og stuðla að auknum vöðvamassa ef þær eru teknar með styrktaræfingum. BCAA amínósýrur eða „keðjuamínósýrur“ gera upp um 35% af vöðvamassa líkamans og eru því mikilvægur hlekkur í vöðvauppbyggingu.

10:00 Eftir æfingu
Fékk ég mér CNP Pro Whey eða Pro Recovery + CNP pro glutamin

CNP Pro Whey
Er hraðlosandi mysuprótein sem styður og viðheldur vöðvavexti. Best er að taka próteinið strax eftir æfingar (líka fínt millimál). Í Pro Whey eru 22gr af próteini, BCAA og glútamín. Þegar ég fæ mér prótein shake-inn minn finnst mér best að blanda 2x skeiðum út í smá vatn með mikið af klökkum og þegar ég vil vera extra góð við sjálfan mig set ég 1x tsk af hnetusmjöri, betra en nammi.

CNP Pro Recovery
Er öflugur post workout prótín drykkur sem samanstendur af BCAA amínósýrum og hraðvirkandi próteini. Það er ekki síður mikilvægt að hugsa um að viðhalda og forðast niðurbrot vöðva til að ná hámarks árangri. Það er mælt með að drekka CNP Pro Recovery innan hálftíma eftir æfingu svo ekki er misst af þessum mikilvæga recovery glugga sem vöðvarnir þurfa svo þeir fara ekki í niðurbrot. Ekki skemmir fyrir hversu góður þessi prótín drykkur er en hann er uppáhalds prótín drykkurinn minn.

12:00 Hádegismatur + 2x CLA
Ég borðaði holla og næringarríka fæðu sem samanstendur af próteini, fitu og kolvetnum. Próteinið er kannski í hæsta hlutfallinu en hin týpíska máltíð hjá mér er t.d.
Lax með avocado og brokólí
Egg og beikon
Ommiletta með grænmeti
Kjúklingur með eggjahvítum og brokólí svo eitthvað sé nefnt

CNP Pro CLA
CLA er fitusýra sem finnst aðallega í litlu magni í kjöti.
Þessi fitusýra er þekkt fyrir að stuðla að fitubrennslu.
Mælt er að taka tvö hylki tvisvar sinnum á dag með mat.

15:00 Millimál
Prótein shake eða eggjahvítur + glutamin

18:00 Kvöldmatur + 2xCLA
Kvöldmatur er sami kokteill og hádeigsmaturinn
Fiskur og grænmeti
Lax, avocado og brokólí
Egg og beikon
Ommiletta
Kjúklingur

20:00 og eftir
Ef ég verð svöng eftir 20:00 fæ ég mér sirka 6 eggjahvítur með einhverju góðu kryddi

Mótið
Þetta var í fyrsta sinn sem ég keppti í IBFF fitness móti og hreppti ég annað sæti í +168 og þriðja sæti í byrjendaflokk. Mótið fór fram úr mínum björtustu vonum!

Markmiði mínu var semsagt náð – Sá er sigrar sem sigrar sjálfan sig og ég gerði það svo sannarlega 18.april 2019

Hef þetta ekki lengra í bili

Bestu kveðjur
Sæunn Tamar ;*

Þér gæti einnig líkað við