Umhverfisvæn þvottaráð

Ég tók þá ákvörðun á nýju ári að vera meira umhverfisvæn. Flokka betur, nota minna plast og nota mest náttúrulegar vörur sem skaða umhverfið sem minnst.

Það eru komin tvö ár síðan ég hætti að nota mýkingarefni. Áður fyrr fannst mér þau ómissandi en í dag skil ég hreinlega ekki afhverju ég notaði þau. Mér finnst fötin mín líta miklu betur út án þeirra og lykta mun betri.

Svo við förum nánar útí hvað mýkingarefnin gera í raun og veru er að þau skilja eftir þunnt lagt á fötunum sem gerir það að verkum að þau verða mýkri og kemur góð lykt. Það fer ekki vel með fötin til lengdar og skemmir íþróttafötin. Mýkingarefni geta valdið ertingu á húð og valdið ofnæmi.

En það sem flestir gera sér ekki grein fyrir er að alltaf fer eitthvað smá af efninu í fráveituvatnið og frá því í nærliggjandi vatn eða sjó. Efnið brotnar seint niður í náttúrunni og hefur afar neikvæð áhrif á lífríkið okkar.

Í dag nota ég einungis Milt þvottaefni. Þvottaefnið er umhverfisvænt og án ofnæmisvaldandi efna eins og ilm- og litarefna. Þvottaefnið hefur verið þróað til að draga úr líkum á ofnæmisviðbrögðum. Það er með Svansvottun og með bláa kransinn frá dönsku Astma- og ofnæmissamtökunum. Þvottaefnið er án bleikiefna. Bleikiefni eru skaðleg fyrir umhverfið okkar.

Til að fá góða lykt af þvottinum nota ég ilmkjarnaolíur þær eru náttúrulegar og skaðlausar fyrir umhverfið.
Ég nota mikið olíurnar frá Now. Olíurnar sem eru í uppáhaldi hjá mér eru;

* Lavender

* Piparmynta

* Sítróna

* Tea Tree

Ég set alltaf lavender með sængurfötunum. Lyktin róar og finnst mér hjálpa til að sofna 🙂

Annars vona ég að þið hafið átt góðan dag og að þessi ráð gagnast ykkur eitthvað 🙂

Þér gæti einnig líkað við