Týndar Playmo leiðbeiningar

Klara Dís mín elskar að leika sér með Playmo. Það kannast kannski margir við það hvað því fylgir grimmt af óþarfa plasti, kössum og allskonar sem þarf að farga. Ég hef staðið mig að því að vera svolítið gjörn á að henda því og þar af meðal bæklingum þegar allt er tilbúið 🙈  Ég einfaldlega nenni ekki að hafa þetta útum allt 😅

Það er því nokkuð strembið seinna að ætla fara aftur að setja saman hlutina þegar bæklingarnir eru ekki til staðar. Ég komst að því að allir bæklingar fyrir Playmo / Lego er hægt að nálgast rafrænt og hægt að prenta út og búa til litla möppu 😊

Playmo leiðbeiningar

Lego leiðbeiningar 

Þetta hefur reynst okkur ótrúlega vel, alltaf gaman að geta byggt aftur núna. Vildi fá að deila þessu með ykkur 🖤

 

Hef þetta ekki lengra 🖤

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við