Tvöfalt afmæli & skírn

Júlía Hulda varð 1 árs á miðvikudaginn, 7. júlí. Af því tilefni héldum við smá fjölskylduboð hérna heima. Vegna Covid höfum við ekki náð að skíra hana og var því tilvalið að gera það núna. Og af hverju að stoppa þar, Ágústa Erla verður 6 ára í ágúst en vegna flutninga á þeim tíma þá fékk hún veisluna sína líka á miðvikudaginn.

Á boðstólnum var kalt, æðislega gott pastasalat (uppskrift hér), heitur brauðréttur sem ég prófaði að gera í fyrsta skipti og sló í gegn (uppskrift hér), mini pizzur (frosnar úr Hagkaup), afmæliskaka, gulrótarkaka, rice krispies og afgangur af nammibitunum sem ég gerði fyrir partýið um daginn (sjá hér), svo skar ég niður melónu og epli en mér finnst voða gott að hafa líka ávexti sérstaklega þegar það er svona mikið af börnum.

Ótrúlegt að það sé ár síðan að Júlía Hulda kom í heiminn. Þetta ár er búið að vera dásamlegt en líka krefjandi og smá skrýtið útaf Covid. Við reyndum að sjálfsögðu að gera það besta úr aðstæðum og áttum við yndislegar stundir saman við fjölskyldan. Það verður erfitt að fara að vinna í ágúst, enda við mæðgur búnar að vera límdar saman í meira en ár. En það verður gott að komast aftur sjálf í rútínu og meðal fólks, verður líka gaman fyrir Júlíu Huldu af kynnast öðrum börnum og fara að læra eitthvað nýtt í leikskólanum.

xo
Guðrún Birna

Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við