Færslan er ekki kostuð.
Mér var boðið í partý hjá Optical Studio síðastliðinn föstudag. Nýja sólgleraugnalínan frá Gucci var að lenda og því heldur betur tilefni til að skella í smá veislu.
Gucci er að endurmarkaðssetja gleraugnalínuna sína milliliðalaust í fyrsta skipti. Aðalhönnuður Gucci, Alessandro Michele (Creative Director) leggur mikla áherslu á tengingu við náttúru og dýraríkið sem sést greinilega í gleraugna- og sólgleraugnalínu fyrirtækisins. Optical Studio í Smáralind/Leifsstöð er umboðsaðili Gucci á Íslandi.
Ég mátaði næstum því öll sólgleraugun í þessari dásamlegu línu, ég bara varð! Það ættu allir að geta fundið sér gleraugu hjá þeim. Úrvalið er mikið og fjölbreytt.
Ég tók að sjálfsögðu myndir af mér með nokkur sólgleraugu. Takið eftir litunum og mynstrinu.
Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio, er með puttann á púlsinum þegar kemur að gleraugum.
Ég mæli með að kíkja í Optical Studio á þessar gersemar.
xo
Guðrún Birna