Tossa de Mar – Costa Brava

Við fjölskyldan skelltum okkur í smá ferðalag um daginn til Tossa de Mar. Við fórum á sunnudegi og vorum í þrjá daga. Við vorum í sirka klukkutíma og korter að keyra þangað. Ég var búin að skoða mikið á netinu hvaða staði væri gaman að heimsækja sem eru ekki langt frá Barcelona. Nokkrir staðir komu til greina en Tossa de Mar greip okkur strax. Það er gamalt sjómanna þorp með mikilvægan sögulegan bakgrunn. Það sem samt heillaði okkur strax var gamli kastalinn.

Þegar við vorum þarna (í byrjun mars) var ekki mjög heitt, það voru kannski 12-15 gráður í sólinni en í skugga og á kvöldin var kalt. Þetta er greinilega mikill „túrista“ bær því að það er endalaust af hótelum og veitingastöðum en mest allt var lokað. Við áttum pínu erfitt með að finna veitingastaði til að borða á og það var ekki mikið af hótelum í boði á þessum tíma. Við bókuðum á allt í lagi hóteli, ekkert frábært en slapp alveg. Ef við skildum fólkið rétt þá opnar allt í apríl sirka. Næst þegar við förum, sem við munum pottþétt gera, þá ætlum við þegar allt er í fullu fjöri og heitara.

Það eru þrjár strandir þarna en maður gat ekki legið í sólbaði og slakað á útaf veðrinu. Við fórum á litlu ströndina sem er eiginlega á bakvið virkið þar sem að kastalinn er og sátum þar aðeins síðasta daginn. Ótrúlega fallegur staður og Ágústa Erla lék sér heillengi í sandinum.

Við vorum mest í gamla bænum og þar í kring. Við elskum litlar þröngar, gamlar götur – svo mikill karakter og saga á bakvið þær.

Rétt hjá hótelinu okkar var stór matvöruverslun, leikvöllur fyrir börn og svæði fyrir hjólabretti og línuskauta.

Við fjölskyldan mælum mikið með Tossa de Mar ♡

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við