Tiltektar update

Jæja þá erum við búin að fara yfir alla skápa á heimilinu og vá hvað þetta er mikill léttir! Markmið tiltekinnar var að losa okkur við allt óþarfa eins og ég var búin að segja ykkur frá í byrjun mánaðar. Þetta var alveg stórt verkefni og mikil vinna að fara yfir hvern einasta skáp og taka allt óþarfa. En raunin er að við vorum semi að drukkna í dóti – okey það er kannski dramatískt en við vorum alltaf með fleiri og fleiri hluti sem áttu ekki heimili en hugsa það fylgir líka því að eignast barn og síðan hefur verið erfiðara að koma öllu fyrir með einn hlaupandi og klifrandi útum allt. Þá hefur maður ekki eins mikinn tíma til að dúlla við heimilið meira farið í það sem þarf að gera.
En loksins erum við búin að þessu og það hefur verið svo mikill léttir að sjá skápanna verða léttari og léttari.

Mig langaði aðeins að fara út í það hugarfar sem ég hafði meðan ég var að taka til og losa okkur við hluti. Ég held að lykilatriði var einfaldlega að velja þá hluti sem maður vill eiga fremur en að velja hverju maður ætlar að henda, hjálpi mjög mikið. Síðan að átta sig á því hvers vegna hlutir voru ekki notaðir hentuðu þeir mér ekki? Þá er gott að hafa á bakvið eyrað ég prófaði þessa vöru en kom í ljós að hún hentar mér ekki svo ég þarf ekki að kaupa svona aftur – þá er það tilgangur þessara vöru/hlutar. Þannig þó ég hafi ekki notað þetta eins og ég hefði viljað þegar ég keypti hana þá þjónaði hún tilgangnum að ég prófaði hana eða hún vakti engan áhuga hjá mér þó ég ætti hana þá hefur hún sýnt mér að mig langar ekki að nota þetta þó ég eigi það.
Þetta sýnist alltaf um hugarfarið og stundum er bara komin tími til að sleppa tökunum á hlutum sem eru bara að sitja inn í skáp og búa til meiri óreiðu annars staðar á heimilinu þínu.

Snyrtivörur eru þær vörur sem ég virðist ekki geta hent – þær kosta alveg mikið sumar og maður vill alltaf telja sig trú um að maður muni nota hina og þessa vöru. En raunin er sú að ef hún er ekki í notkun þá er maður ekki að fara nota hana sama hversu mikið ég reyni að sannfæra mig um það því miður. Held að maður vilji sannfæra sig um að maður nota tilteknar snyrtivörur því þær kostuðu frekar mikið og maður vildi að þær hefðu hentað manni. Síðan notar maður þær ekki og þær sitja inn í skáp svo má ekki gleyma að þær renna út og eru bókað farnar að skemmast. Svo ég mæli með að fara almennilega yfir allar snyrtivörur og lágmark að henda þeim sem eru orðnar útrunnar. Síðan ef þú virkilega trúir að þú mundir nota eitthvað setja það í körfu sem þú sérð þær til þess að þú gleymdir þeim síður þó það sé best að sleppa tökunum bara strax því það er mjög ólíklegt að þú munir nota þær ef þú ert nú þegar ekki að nota þær.

Vonandi er þetta tiltektar peppið sem þú þurftir til að vinda þér í þetta. Ég sjálf elska að fara í gegnum allt og endurskipuleggja svo það var alveg komin mikil þörf en verð að viðurkenna held ég hafi aldrei verið jafn brútal að losa mig við hluti eins og núna og vá hvað það er gott! 

Takk fyrir að lesa – þangað til næst 



Þér gæti einnig líkað við