Þristatoppar – uppskrift

Hvað er betra en að setjast niður með nýbakaðar smákökur í desember?
Ég er algjört jólabarn og baka alltaf einhverskonar marengstoppa og smákökur til að geta boðið uppá með kaffinu í jólaboðum.

Ég ætla að deila með ykkur æðislegri og rosalega einfaldri uppskrift af þristatoppum!

3 eggjahvítur
200 gr sykur eða púðursykur
1 poki af þristum
80 gr rice crispies

1. Byrjið á að þeyta eggjahvítur
2. Bætið sykrinum rólega saman við og þeytið þar til er eggjahvíturnar eru alveg stífþeyttar
3. Skerið þristana í litla bita
4. Hrærið þristum og rice crispies varlega saman við með sleif
5. Best er að nota teskeiðar til að móta kökurnar á plötunni
6. Bakist á undir og yfir hita í 12-13 mínútur á 175°c

Þér gæti einnig líkað við