Thermo fatnaður fyrir allar árstíðir

Mig langaði að deila með ykkur einum af mínum allra uppáhalds flíkum á krakkana. Ég held að þessar flíkur séu með bestu kaupum sem ég hef gert á þau systkinin. Ég er semsagt að tala um thermo sett ! Ég er algjör barna útifataperri og spái mikið í notagildi þegar ég kaupi föt á krakkana. Það sem ég elska svo við thermo settin er einmitt notagildið, þau eru frábær undir pollafötin og kuldagallana. Svo á vorin, haustin og yfir sumarið eru þetta fullkomin sett ein og sér og þá sérstaklega fyrir breytilegt íslenskt veður. Thermo sett eru vatnsfráhrindandi (sum vatnsheld) og vindheld. Ekki skemmir fyrir hvað þetta eru fallegar flíkur. Þegar Ísabella var lítil keypti ég thermo heilgalla á hana frá Wheat og sá galli var notaður ótrúlega mikið. Í dag eru þetta mest notuðu útifötin á okkar heimili. Oft nýtum við bara buxurnar við úlpu ef það er kalt úti en ekki blautt og svo nýtast jakkarnir ótrúlega oft stakir líka. Mér finnst líka mjög þægilegt að klæða þau í jakkana fyrir bílferðir þar sem þeir halda hita en eru ekki of þykkir og valda því ekki hættu ef við lendum í árekstri eins og þykkar úlpur geta gert. Já ég er forfallin aðdáandi thermo setta og tók saman nokkur merki sem eru öll seld hérna heima og ég set lista yfir það hér fyrir neðan.

Ef þið ýtið á verslanirnar hér fyrir neðan farið þitt beint á slóð vörunnar.

 

  1. Ótrúlega fallegur thermo jakki frá merkinu Mikk-Line og fæst í  Minimo
  2. Geggjað thermo sett frá merkinu EN FANT og fæst í Nine kids
  3. Thermo sett sem kemur í mörgum fallegum litum frá merkinu Celavi og fæst í Fífunni
  4. Minn allra uppáhalds thermo jakki frá merkinu Wheat, gæði út í gegn og svo mjúkur ! Fæst í Bíum Bíum
  5. Sami jakki frá Wheat, þeir koma í svo ótrúlega fallegum mynstrum og litum, buxur fást líka í Bíum Bíum
  6. Einstaklega fallegur heilgalli frá merkinu Liewood sem fæst í Petit. Heilgallarnir eru æðislegir fyrir minnstu krílin !

 

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

 

 

This error message is only visible to WordPress admins
There has been a problem with your Instagram Feed.
Error: No posts found.

Þér gæti einnig líkað við