The Elf on the Shelf – Jólahefð

Ég sá þennan álf fyrir nokkrum árum á Instagram hjá Kylie Jenner og systrum hennar, hélt þetta væri einhver einkahúmor og pældi ekki meira í því. En þeim var alvara og er þetta bara eitthvað sem fólk er að gera um jólin. Sem sagt að koma álfinum fyrir í einhverjum fyndnum aðstæðum eða senum á hverri nóttu. Mér finnst þetta bilað fyndið og það sem að fólki dettur í hug er alveg kostulegt. Ég ætlaði að prófa þetta í ár en ákvað svo að bíða til næsta árs. Það er mikið í gangi núna hjá okkur fjölskyldunni að ég hafði mig ekki í að byrja á þessu. En ég mun pottþétt gera þetta næstu jól og vera búin að undirbúa þetta betur. Ég er viss um að þetta muni slá í gegn hjá stelpunni minni og hjá þeim báðum þegar yngri stelpan verður eldri.

Það er misjafnt hvenær hann kíkir fyrst í heimsókn. Af því sem ég hef lesið taka flestir foreldrar hann fram 1.desember en það er að sjálfsögðu val hjá hverjum og einum. Mér finnst mjög sniðugt að lesa bókina um álfinn eða horfa á myndina 30. nóvember og kynna þannig börnunum fyrir álfinum og láta hann svo birtast daginn eftir. Oft fylgja leiðbeiningar með álfinum og á þeim stendur að barnið/börnin eigi að gefa álfinum nafn og kynna þeim fyrir reglunum. Reglurnar eru einfaldar en eins og með allt tengt álfinum að þá finna foreldrarnir hvað hentar fyrir sín börn. Á Facebook síðu Elf on the Shelf á Íslandi er hægt að lesa og skoða hvað aðrir foreldrar eru að gera.

Leiðbeiningarnar samkvæmt netinu eru eftirfarandi:

  1. Kaupa álfinn.
  2. Lesa bókina eða horfa á myndina til að skilja hvað álfurinn gengur út á.
  3. Gefa álfinum nafn.

Reglur:

  1. Bannað að koma við álfinn, annars missir hann töfrana sína.
  2. Álfarnir geta ekki talað en þeir eru góðir í að hlusta. Börnin geta sagt álfunum allt sem þau vilja.
  3. Álfarnir verða að fara aftur til jólasveinanna áður en jólin koma til hjálpa þeim að undirbúa næstu jól.

Tilgangur álfsins er semsagt að fylgjast með börnunum og vera milliliður til jólasveinanna. Þeir eru að athuga hvort að börnin séu ekki stillt og prúð. En þeir eru algjörir prakkarar og á hverri nóttu bralla þeir eitthvað nýtt og skemmtilegt. Í fyrsta skipti sem álfurinn mætir er sniðugt að hafa lítið bréf hjá honum sem útskýrir og kynnir álfinn fyrir börnunum.

Hér koma nokkrar hugmyndir af netinu:

Hér og hér er hægt að skoða fleiri hugmyndir. Það er endalaust hægt að gera og held ég að foreldrarnir hafi jafn gaman að þessu og börnin. Við ætlum að byrja á einum álfi en seinna meir væri hægt að bæta öðrum við.

Hægt er að kaupa álfinn til dæmis hjá Einstökum börnum, Litlu Álfabúðinni, Leikfangalandi og Byko.

Álfurinn á að vera skemmtilegur og veita gleði hjá börnum. Hann má alls ekki valda kvíða og því finnst mér sniðugt að búa til nokkrar auka „reglur“. Eins og til dæmis ef að börnin snerta óvart álfinn að þá missir hann ekki töfrana sína ef sagt er töfraorðið við hann eða eitthvað álíka. Eins finnst mér alveg mega sleppa því að láta hann inn í svefnherbergið hjá börnunum en það er kannski bara ég.

Næstu jól verða heldur betur skemmtileg.

xo

 

 

 

 

Instagram–> gudrunbirnagisla

 

Þér gæti einnig líkað við