Undafarið hafa margir deilt á samfélagsmiðlum sínum þakklætislista. Sem er ótrúlega fallegt.
Við erum að upplifa svo skrítinn tíma, við höfum enga stjórn á því sem er að gerast, mikil óvissa og það hræðir mann.
En! Það er ýmislegt jákvætt sem kemur út úr þessu sem er vert að einblína á.
Ég fór í bíltúr um helgina og tók eftir hversu margir væru úti að labba. Einstaklingar jafnt sem pör. Fannst dásamlegt að sjá þetta. Ekki skrýtið samt, þar sem flestir eru innilokaðir og þurfa nauðsynlega að komast aðeins út til að bjarga geðheilsunni.
En maður fer að meta allt upp á nýtt. Umhverfið okkar og hvað við erum heppin að geta farið út að labba í frísku lofti í náttúrunni.
Ég vinn á hjúkrunarheimili og eins og flestir vita þá er búið að vera heimsóknarbann þar ansi lengi. Þökk sé tækninnar í dag þá höfum við getað notast við ,,Facetime“ svo heimilisfólk og ættingjar fá að sjá hvert annað. Sem er ótrúlega dýrmætt.
Við höfum það svo extra gott, sérstaklega á Íslandi. Hér er ekkert stríð, enginn matarskortur og hreint vatn. Við erum svo lítið land að maður finnur að það standa allir saman í þessu. ♡
Ég er þakklát fyrir ..
♡ Heilsuna mína, bæði andlegu og líkamlegu.
♡ Fjölskylduna mína og mína nánustu.
♡ Heimilið mitt og að hafa öruggt skjól á þessum tímum.
♡ Vinnuna mína og að ég þurfi/geti mætt í vinnuna. Fínt fyrir geðheilsuna að vera ekki of innilokuð.
♡ Samstarfsfólk mitt sem er alltaf til í að hjálpast að.
♡ Tæknina, að geta fylgst með fréttunum uppfærast jafn óðum.
♡ Að geta verið í sambandi við alla þrátt fyrir að allir séu nánast lokaðir af.
♡ Að búa á Íslandi og hafa aðgang að frábæru heilbrigðiskerfi og starfsfólkinu þar.
♡ Umhverfið og náttúruna okkar.
♡ Að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni.
Ég skora á þig að skrifa niður nokkra hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir í þessu ástandi. Lítum á björtu hliðarnar og einblínum á það jákvæða.
Inga ♡