Núna höfum við átt rafmagnsbíl í tvö ár og vorum að losa okkur við bensín bílinn elsku yarsinn okkar og uppfæra hann í rafmagnsbílinn Hondu E. Það var alls ekki auðvelt að velja rafmagnsbíl enda mjög margir flottir bílar á markaðnum. Við áttum mjög erfitt með að velja hvort við vildum lítinn eða stóran/stærri en Ioniqinn okkar. Við enduðum á að velja lítinn bíl með lága drægni, sætan snattara bíl.
Við erum búin að vera á Hyundai Ioniq í tvö ár og hreint út sagt elskum allt við þennan bíl! Mjög þæginlegt að keyra hann og okkur finnst ekkert mál að þurfa að hlaða bílinn. Maður fer bara aðeins rólegri í ferðalögin og gerir ráð fyrir hleðlsustoppi og höfum nýtt þau til að fá okkur að borða og aðeins standa upp. Við erum ekki að keyra út á land á hverjum degi og heldur ekki í hverri viku og aldrei að drífa okkur þegar við erum að ferðast.
Við getum hlaðið bílanna heima, í vinnunni einnig í hverfinu okkar og einstaka Ikea ferðir. Sem gerir það að verkum að það er auðvelt fyrir okkur að hlaða bílanna og er hluti af rútinunni, líka kostur að þurfa ekki að fara að taka bensín.
Hvað er það sem maður þarf að hafa í huga við kaup á rafmagnsbíl?
Hvert er ég að keyra í minni daglegri rútínu?
Er þetta eini bílinn á heimilinu?
Hversu langa drægni þarf ég raunverulega? – Hversu mikið ertu að keyra?
Hvernig ætla ég að hlaða bílinn og hversu oft? Annan hvern dag ? Daglega? Getur þú hlaðið heima ? Í
vinnunni ? Í hverfinu þínu?
Þarf bílstóll að komast í bílinn? Vagn ? Golfsett?
Drægni – hvað þýðir það raunverulega? Uppgefin drægni er alltaf hærri heldur en raun drægni og má alveg búast við að hún sé sirka 50 km minni á sumrin og 100 km á veturna, þó er það alltaf mismunandi milli bíla. Því er gott að spyrja um raundrægni þegar er verið að kaupa rafmagnsbíla. Fyrir einungis innan bæjaraksutr fram og til baka í vinnuna og aðeins meira en þá er 250km drægni alveg nóg. Þú þarft þá að hlaða hvern/annan hvern dag eftir hversu mikið þú keyrir. Gott er að hafa í huga að maður á að reyna að forðast að hafa rafmagnið undir 20% og helst hlaða bílinn upp í 80% til að fara betur með batteríið á bílnum.
Þjónustuskoðanirnar eru ódýrari en á bensínbílunum og er aðallega verið að uppfæra kerfið og athuga hvort það sé ekki allt eins og það á að vera.
Hleðslustöðvar – Það eru þrjú megin fyrirtæki hérlendis með hleðslustöðvar en það er Ísorka, On-Hleðslustöðvar og N1. Maður þarf að sækja um hleðslulykil á heimasíðunum þeirra og þegar þú færð lykilinn í hendurnar þá getur þú farið að hlaða.
Hvað varð til þess að við völdum Honda E?
Til að byrja með þá sáum við ekki fram á að nenna að vera á einum bíl lengur, einn og hálfur mánuður var nóg þar sem það hentar ekkert sérstaklega vel þegar annar aðilinn byrjar að vinna kl. 6 á morgnanna og hinn kl.8. Það hafði líka mikil áhrif að aðrir bílar sem við vorum að skoða heilluðu okkur ekki nóg en kostuðu mikið meira, að vísu með meiri drægni en við þurfum svo sem ekki drægnina í þetta skipti. Við erum með Ioniq sem er með fínustu drægni og okkur vantaði ekki meiri drægni, þó það sé alveg þæginlegt að vera með lengri drægni. Við ákváðum að Honda E væri fínn B bíll – snattari, notaður til þess að keyra fram og til baka í vinnuna og innanbæjar akstur. Honda E er smábíll en hann er vel einangraður og góður kraftur í honum meiri en við héldum en það er kosturinn við rafmagnsbíla. Hvers vegna heillaði Honda E okkur svona mikið ? Ég held að það hafi verið að hluta til að við vorum ekki með neinar væntingar til bílsins og hann heillaði okkur strax! Uppgefin drægni er 250 km. og við reiknum með hann að sé á sumrin að ná 150km og á veturna 100km.
Við vorum líka að skoða rafmagns Mini Cooper en hann tapaði aðallega því hann er ekki með hurðar aftur í og okkur þykir vænt um bakið á okkur svo hann því miður varð ekki okkar að þessu sinni. Þrátt fyrir það að draumabíllinn varð ekki fyrir valinu núna þá er ég ekki búin að gefa upp drauminn á að eignast hann. Kannski við kaupum slíkan þegar við erum ekki með lítinn gutta sem þarf að festa í belti.
Vona þetta hafi hjálpað ykkur að skilja betur hvað maður þarf að hafa í huga við kaup á rafmagnsbíl.
Takk fyrir að lesa – þangað til næst
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.