Það er byrjað að steypa

Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir verktakann sem tók að sér að gera grunninn og steypa meðfram klöppinni að húsinu okkar. Eins og ég sagði frá í þessari færslu að þá var þetta allt mjög tæpt og er enn. Seve koma á sunnudeginum 14. nóvember og byrja strax daginn eftir, 15. nóvember. Verktakinn vissi hvernig staðan væri hjá okkur en tók þetta að sér og sagði að við myndum bara massa þetta. Það er búið að steypa vinstra megin og verður okkar helmingur steyptur í dag. Næsta miðvikudag koma píparar og gröfumaðurinn. Eins og er rétt svo sleppur þetta, en það má ekkert út af bera.

Þetta er ekki það eina til að hafa áhyggjur af. En það er gámaskortur í Evrópu og út um allan heim og var erfitt að fá gáma til að flytja húsið okkar. Tveir gámar eru lagðir af stað og fara sex gámar af stað í næstu viku, það rétt slapp líka. Til að toppa það að þá er sement skortur líka en sem betur fer kemur það ekki að sök hjá okkur.

Landslagsarkitektinn okkar var að senda okkur loka teikningar af pallinum og garðinum. Þetta lítur svo ótrúlega vel út, ekkert smá flott. Ég kannski deili þeim myndum með ykkur á Instagram ef það er áhugi fyrir því. En annars segi ég þetta gott í bili og læt nokkrar myndir fylgja með frá lóðinni. Gaman að sjá meira og meira gerast.

xo

Guðrún Birna

Instagram–> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við