Við Freyr skruppum til Tenerife í viku í febrúar sem var mjög vel þegið. Við erum nú þegar orðin hrikalega miðaldra og erum búin að fara alltof oft þangað.
Vorum á hóteli sem heitir Tigotan og höfum verið á því hóteli þrisvar sinnum.
Fyrir nokkrum árum þá rákumst við á þetta hótel þegar það var nýbúið að gera það upp og skipta um nafn. Vorum smá efins með það af því það er 18+ og vorum að búa okkur undir smá partýstand og læti en ákváðum samt að slá til. (Þið sem þekkið okkur vitið að við erum svo langt frá því að vera einhver partýdýr). En þetta var svo rólegt og notalegt. Þvílík þjónusta! En svo árið eftir þegar við förum þá voru ferðaskrifstofur hér heima komnar með þetta hótel og það var allt morandi í Íslendingum. Sem ég skil reyndar ósköp vel.
En mig langaði að gefa ykkur smá tips. Við skoðuðum verðið á hótelinu með flugi á ferðaskrifstofum og tókum eftir því að það var rúmlega helmingi dýrara en það sem við höfðum verið að borga fyrir.
Þegar við leitum af hótelum þá skoðum við alltaf Booking og Hotels. Finnum hótel þar sem okkur líst vel á, finnum heimasíðuna og bókum þaðan. Alltaf mun ódýrara. Og jafnvel hægt að vera í tölvupósta samskiptum fyrir ferðina til að fá eitthvað extra eða fá afslátt. Í síðustu tvö skipti fengum við til dæmis 5% afslátt hjá Tigotan af því ég sendi þeim póst um að við höfðum verið áður hjá þeim.
Með flugið þá skoðum við alltaf Momondo, Dohop og Mytrip.
Við bókuðum þessa ferð til dæmis í gegnum Mytrip með Norwegian en endaði samt ódýrara þar heldur en að bóka beint í gegnum síðuna hjá Norwegian. Þetta var beint flug og var í kringum 55þús fram og til baka fyrir okkur tvö.
Nokkrar myndir frá hótelinu, þetta er algjör draumur.
Yfir daginn þá eru þjónar sem labba um sundlaugargarðinn sem taka við pöntunum. Þú sýnir herbergiskortið og þjóninn kemur með drykk af barnum, þú þarft ekki einu sinni að standa upp. Og með þaklaugina, þá er barinn þar í smá fjarlægð (nokkur skref samt bara), og þar er takki sem þú ýtir á og barþjóninn kemur og tekur við pöntun.
Auk þess er
- Líkamsrækt
- Spa
- Hárgreiðslustofa
- Nektarsvæði
- Og fleira.
Morgunmaturinn.
Það eru kokkar sem eru að elda matinn fyrir framan þig.
Skipt í nokkrar ,,stöðvar“. Eggjastöð til dæmis þar sem kokkurinn steikir egg eða eldar ommilettu fyrir þig eftir pöntun.
Og í kvöldmatnum er
- Nokkrar tegundir af sjávarréttum
- Kjötréttir
- Asískir réttir
- Pasta
- Pizza
- Ostar
- Sushi
- Eftirréttir
- Og fleira.
Frægi gosbrunnurinn.
Tókum mynd af okkur við hann í fyrstu ferðinni og vildi endurgera myndina ♡

Verð að mæla með þessari sólarvörn. Spf 30 og olía en það er alls ekki eins og maður sé að bera olíu á sig. Þessi sólarvörn gefur mjög mikinn og fallegan lit. Fæst held ég aðeins í apótekum á Spáni.
Þessi færsla er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Inga ♡