Tattoo Inspo – Sleeve

Mig var búið að dreyma mjög lengi um ermi (tattoo sleeve), hvort sem það er hálf eða heil ermi, sem ég lét loksins verða að því árið 2018. Ég fór til Jóhönnu Geirdals á Bleksmiðjunni og lét flúra upphandlegginn. Ég var með nokkrar ákveðnar hugmyndir og hún teiknaði upp eftir því. Einn daginn langar mig að halda áfram með hendina, niður á framhandlegginn og er oft að skoða myndir á pinterest. Flúrið sem ég er með á mér segir ákveðna sögu sem mörkuðu tímamót í lífi mínu og langar mig að sjálfsögðu að næsta flúr hefur líka sína sögu, svo eins og er þá er langt í næsta flúr. En ég er alltaf að velta þessu fyrir mér, skoða myndir og fá hugmyndir.

Inga

 

Þér gæti einnig líkað við