Takk fyrir mig

Halló!

Ég hef ákveðið að segja skilið við bloggið í bili. Er búin að vera partur af Lady hópnum í yfir 3 ár og er kominn tími til að kveðja og takast á við önnur verkefni. Erfitt skref að taka því þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast frábærum stelpum sem eru og voru partur af Lady hópnum í gegnum árin og öll þau tækifæri sem bloggið hefur gefið mér.

Ég hef fengið tækifæri til þess að tjá mig, vinna á feimninni og félagskvíðanum. Deilt með ykkur bæði góðum og erfiðum tímabilum í lífi mínu.
Innblástur, mat, framkvæmdir, óskalistar, daglegt líf, ófrjósemi og móðurhlutverkið.
Takk fyrir samfylgdina síðustu þrjú árin. 

En ég hef þetta ekki lengra.

Takk fyrir allt elsku lesendur

Og Lady stelpur, gömlu og nýju, takk fyrir mig.

Ég mun færa mig alfarið yfir á Instagram ef þið viljið ennþá fylgja mér -> ingajons  

Þér gæti einnig líkað við