Takk fyrir árið – 2021

Þá er árið 2021 liðið og langar mig að fara aðeins yfir það helsta sem gerðist hjá mér á árinu. Það er svo gaman að rifja upp árin svona eftir á og sjá hvað maður gerði mikið og eignaðist mikið af minningum í minningarbankann. Í heildina var árið 2021 alveg yndislegt hjá mér og gæti ég ekki verið þakklátari og er ég svo ótrúlega spennt fyrir komandi tímum. 

Janúar 

  • byrjaði ótrúlega vel hjá mér, en þá vorum við nokkrar instagram vinkonur búnar að stofna “saumaklúbb” saman og vorum við með hópspjall sem var og er enn í dag virkasta hópspjall sem ég hef nokkurn tímann tekið þátt í. Í Janúar ákváðum við að hittast allar í fyrsta skiptið og var það ótrúlega gaman. 
  • ég skrifaði status á instagram sem var í kjölfarið birtur á DV og einnig fór ég í viðtal hjá Skessuhorninu út frá þessum status og var þar Vestlendingur vikunnar.
  • ég setti mér markmið um að hlaupa og ganga 100 km á mánuði, sem ég stóð svo við alla mánuði ársins, og rúmlega það! 

Febrúar

  • í febrúar var mikið um norðurljósa göngutúra 
  • Molly litla fór í ófrjósemisaðgerð og var með skerm í einhverjar 3 vikur því hún fékk sýkingu í sárið og var soldið lengi að jafna sig 
  • saumaklúbburinn okkar gekk svo vel að við höfðum strax annan hitting 
  • við æskuvinkonurnar á Skaganum héldum spilakvöld, sem er eitt það skemmtilegasta sem við gerum, en þá hittumst við alltaf þrjár til fjórar og spilum Kana 

Mars

  • Crossfit Open var í mars og tók ég þátt eins og svo oft áður, alltaf jafn gaman
  • ég byrjaði að þjálfa í Ægi
  • tókst að minnka símatímann minn alveg helling, fór úr sirka 4,5 tímum á dag niður í 2 
  • ég byrjaði með hlaðvarpið mitt “Ég elska Eurovision” 

Apríl

  • apríl var merkilegur mánuður því þá eignaðist systur! sjá allt um það HÉR 
  • fór í mína fyrstu ferð að eldgosinu
  • við saumaklúbbs vinkonurnar fórum í sumarbústað hjá Akureyri sem var LEGENDARY

 

 

Maí

  • í maí átti ég stórafmæli og varð 40 ára, hvorki meira né minna
  • við saumaklúbbs vinkonur hittumst í mega skvísu brunch 
  • mæðradagurinn var haldinn í Sky lagoon með mömmu minni og Elínu 
  • fór í aðra eldgosa ferðina mína 
  • get ekki sleppt því að nefna Eurovision 2021, sem er náttúrulega alltaf það skemmtilegasta sem ég horfi á
  • við Lady stelpurnar hittumst og fórum út að borða á Forréttabarnum

 

Júní

  • í júní lét ég loksins verða að því að fara til tannlæknis og fá mér alvöru tannhvíttun, mæli svo mikið með! 
  • fór út að borða með systur minni og fleiri konum úr familíunni á Duck & Rose
  • fór í tvær vikur til Mallorca í Bootcamp, sem var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævi minni! 

Júlí

  • í júlí voru írskir dagar á Akranesi og kíkti ég aðeins á það
  • fór í Ármannshlaupið og bætti þar tímametið mitt í 10 km hlaupi
  • við mæðgur fórum til Ísafjarðar og vorum langa helgi hjá systur minni og fjölskyldu
  • fór á tónleika með Hatara með vinkonum
  • fór í þriðju ferðina mína að eldgosinu

Ágúst

  • í ágúst þá flutti Elín mín til Ítalíu til að hefja háskólanám
  • ég kynntist Svenna og fórum við á okkar fyrsta deit saman í lok ágúst 

Sept

  • ég fór á fjallgöngunámskeið fyrir byrjendur hjá Af stað og þurfti mjög mikið að sigrast á lofthræðslunni minni í nokkrum af göngunum 
  • ég fór í helgarferð til Mílanó til að hitta Elínu mína

Okt

  • fór á enn eina tónleika með Hatara ásamt vinkonu, ég fær bara ekki nóg af þeim 
  • það voru loksins settir upp skjólveggir heima hjá mér 
  • fór á Ara Eldjárn í Bíóhöllinni, sem var ein fyndnasta sýning sem ég hef farið á
  • fór á Níu líf með Bubba í Borgarleikhúsinu, ótrúlega góð sýning

Nóv

  • fór í eins dags vinnuferð til Ísafjarðar og náði að hitta systir mína örstutt 
  • fór í annað hlaupið mitt á árinu, en það voru 5 km Flandrahlaup í Borgarnesi, þar sem mér tókst að týnast og hlaupa smá aukalega 

Des 

  • fór extra mikið í göngur og hlaup og náði 182 km í desember
  • Elín mín varð tvítug! Hún var reyndar á Ítalíu á afmælisdaginn sinn, en það er samt alltaf stór áfangi að barnið manns eigi svona stórafmæli! 
  • við æskuvinkonurnar héldum annað spilakvöld, það er klárt að við verðum að bæta úr þessu á næsta ári og setja það sem markmið að hafa amk fleiri en tvö spilakvöld! 
  • fór á jólatónleika með Eyþóri Inga sem er náttúrulega algjör snillingur 
  • Elín mín kom heim yfir jól og áramót, en var svo óheppin að koma heim með Covid og vorum við því í einangrun og sóttkví um jólin og fram á gamlársdag

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við