Tæklaðu drasl skúffuna með þessu skipulagi

Ég var einu sinni með draslskúffu heima hjá mér. Eflaust fleiri vona ég þannig margir kannast við draslskúffuna. Í þessa skúffu fer allskonar dót, pappírar og annað og endar þetta stundum í smá chaosi. Það er alltaf pínu þægilegt að vera með eina svona skúffu en ekki til lengdar þegar hún er orðin yfirfull af drasli. Ég útrýmdi minni draslskúffu um daginn með þessu frábæra skipulagi og vildi ég deila ferlinu með ykkur vegna fjöldra fyrirspurna 😊

Fyrir þetta skipulag þarftu nokkur box. Ég held mikið uppá Brogrund boxin frá Ikea. Boxin koma 3 saman og eru á mjög góðu verði. Mér finnst mikill kostur að hafa boxin glær svo maður sjái hvað er í þeim.

Ég setti mín box inní skáp og staflast þau vel saman. Þau komast einnig ofan í flestar skúffur 👌🏻

 

Hvert box er einnig merkt til að auðvelda👌🏻

Ég svoleiðis dýrka þetta skipulag, þetta léttir svo fyrir manni ef maður þarf að leita af eitthverju ákveðnu 😊 Ég geymi til dæmis öll gjafakort og annað í einu boxinu og er maður enga stund að finna það sem manni vantar. Mæli mikið með!

Annars hef ég þetta ekki lengra eigið góðan dag! 😊

**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

 

Þér gæti einnig líkað við